Mótið í Mónakó undirbúið - myndir Birgir Þór Harðarson skrifar 28. maí 2012 21:00 Tröllvaxnar snekkjur í tugatali lágu við hafnarbakkann. mynd/biggi Um helgina fór kappaksturinn í Mónakó fram og fagnaði Mark Webber sigri þegar hann ók Red Bull-bíl sínum yfir endalínuna. Það er þó ekki einfalt að skella upp kappakstursbraut í einu minnsta landi í Evrópu. Kappakstursbrautin liggur á helstu götum borgarinnar. Það er þó ekki hægt að loka götunum fyrir almenna umferð heila viku fyrir kappaksturinn. Blaðamaður Vísis var á ferðinni í Mónakó og tók meðfylgjandi myndir af undirbúninginum fyrir helgi.Liðsmenn Force India-liðsins voru í óða önn að púsla bíl Nico Hulkenberg saman og gera kláran fyrir æfingar fimmtudagsins.mynd/biggiKonunglega stúkan í Mónakó var komin upp og búið að teppaleggja stigana. Albert Prins hefur örugglega skemmt sér vel í ár enda með glæsilegt útsýni yfir ráslínuna.mynd/biggiNiður við sundlaugina var búið að skella upp stúkum og verið að reisa vegriðin umhverfis brautina. Hér má einnig sjá hvernig borgin er byggð upp í fjöllin.mynd/biggiHorft frá Mirabeau niður að Loews beygjunni, þeirri þrengstu í Formúlu 1, frá Mirabeau. Þarna er þung umferð á háannatíma á miðvikudegi fyrir mót.mynd/biggiMirabeau-beygjan er nefnd eftir hótelinu sem við hana stendur (fyrir aftan ljósmyndara). Brekkan niður að henni er mun brattari en hún virðist vera í sjónvarpinu.mynd/biggiÞegar horft var yfir höfnina úr Beau Rivage-brekkunni blöstu við snekkjur í tugatali í höfninni. Einnig mátti heyra spænskar raddir verkamanna sem börðust við að koma fyrir risaskjáum, dekkjaveggjum og vegriðum í tæka tíð.mynd/biggiGöturnar eru mjög þröngar í Mónakó. Þær eru jafnvel enn þrengri þegar fólk er búið að leggja bílum sínum að evrópskum sið. Hér má sjá útsýnið af VIP svölunum í Beau Rivage-brekkunni yfir Tabac-beygjuna og höfnina.mynd/biggiFyrsta beygja í brautinni í Mónakó er kölluð Ste Devote eftir þessari kirkju sem stendur nokkrum metrum frá.mynd/biggiEins og allt annað í Mónakó þá er útkoman út af viðgerðarsvæðinu þröng. Þó búið sé að setja upp vegrið og undirbúa borgina fyrir kappakstur er umferð hleypt um göturnar eins og um venjulegan dag væri að ræða í furstadæminu.mynd/biggiAugu allra eru á þessum ljósum í upphafi hvers móts.mynd/biggi Formúla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Um helgina fór kappaksturinn í Mónakó fram og fagnaði Mark Webber sigri þegar hann ók Red Bull-bíl sínum yfir endalínuna. Það er þó ekki einfalt að skella upp kappakstursbraut í einu minnsta landi í Evrópu. Kappakstursbrautin liggur á helstu götum borgarinnar. Það er þó ekki hægt að loka götunum fyrir almenna umferð heila viku fyrir kappaksturinn. Blaðamaður Vísis var á ferðinni í Mónakó og tók meðfylgjandi myndir af undirbúninginum fyrir helgi.Liðsmenn Force India-liðsins voru í óða önn að púsla bíl Nico Hulkenberg saman og gera kláran fyrir æfingar fimmtudagsins.mynd/biggiKonunglega stúkan í Mónakó var komin upp og búið að teppaleggja stigana. Albert Prins hefur örugglega skemmt sér vel í ár enda með glæsilegt útsýni yfir ráslínuna.mynd/biggiNiður við sundlaugina var búið að skella upp stúkum og verið að reisa vegriðin umhverfis brautina. Hér má einnig sjá hvernig borgin er byggð upp í fjöllin.mynd/biggiHorft frá Mirabeau niður að Loews beygjunni, þeirri þrengstu í Formúlu 1, frá Mirabeau. Þarna er þung umferð á háannatíma á miðvikudegi fyrir mót.mynd/biggiMirabeau-beygjan er nefnd eftir hótelinu sem við hana stendur (fyrir aftan ljósmyndara). Brekkan niður að henni er mun brattari en hún virðist vera í sjónvarpinu.mynd/biggiÞegar horft var yfir höfnina úr Beau Rivage-brekkunni blöstu við snekkjur í tugatali í höfninni. Einnig mátti heyra spænskar raddir verkamanna sem börðust við að koma fyrir risaskjáum, dekkjaveggjum og vegriðum í tæka tíð.mynd/biggiGöturnar eru mjög þröngar í Mónakó. Þær eru jafnvel enn þrengri þegar fólk er búið að leggja bílum sínum að evrópskum sið. Hér má sjá útsýnið af VIP svölunum í Beau Rivage-brekkunni yfir Tabac-beygjuna og höfnina.mynd/biggiFyrsta beygja í brautinni í Mónakó er kölluð Ste Devote eftir þessari kirkju sem stendur nokkrum metrum frá.mynd/biggiEins og allt annað í Mónakó þá er útkoman út af viðgerðarsvæðinu þröng. Þó búið sé að setja upp vegrið og undirbúa borgina fyrir kappakstur er umferð hleypt um göturnar eins og um venjulegan dag væri að ræða í furstadæminu.mynd/biggiAugu allra eru á þessum ljósum í upphafi hvers móts.mynd/biggi
Formúla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira