Ferrari hafa fundið lausn á vandamálum sínum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. maí 2012 22:00 Alonso er ánægður með breytingarnar sem liðið notaði á Ítalíu í morgun. nordicphotos/afp Ferrari-liðið ók endurhönnuðum bíl sínum á æfingum á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Sagt er að endurhönnunin muni færa liðinu um það bil 0,2 sekúntur hvern hring og jafnvel meira. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari, sagðist vera ánægður með breytingarnar sem eru aðallega á afturenda bílssins. Nú er afturendinn mun betur "pakkaður saman" en í fyrstu mótum ársins. Það hefur áhrif á loftflæði bílsins sem skilar betri rásfestu og einnig hafa útblástursrörin verið færð. Það má einnig vera að í nýjum afturenda leynist nýjar lausnir á bæði fjöðrun bílsins og drifi. Gary Anderson, sérlegur tækniráðgjafi BBC Sport og fyrrum tæknistjóri Jordan, Stewart og Jaguar-liðanna, segir bílinn líta út fyrir að vera venjulegri en áður. Ferrari lenti í vandræðum með róttæka hönnun bílsins á undirbúningstímabilinu í vetur. "Ný hönnun Ferrari-bílsins er skref í rétta átt." Keppnisliðin æfa nú á Ítalíu. Alonso átti besta tíma á þriðjudag en Roman Grosjean hjá Lotus hefur verið fljótastur í gær og í dag. Næst keppa liðin í Barcelona á Spáni þann 13. maí. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari-liðið ók endurhönnuðum bíl sínum á æfingum á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Sagt er að endurhönnunin muni færa liðinu um það bil 0,2 sekúntur hvern hring og jafnvel meira. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari, sagðist vera ánægður með breytingarnar sem eru aðallega á afturenda bílssins. Nú er afturendinn mun betur "pakkaður saman" en í fyrstu mótum ársins. Það hefur áhrif á loftflæði bílsins sem skilar betri rásfestu og einnig hafa útblástursrörin verið færð. Það má einnig vera að í nýjum afturenda leynist nýjar lausnir á bæði fjöðrun bílsins og drifi. Gary Anderson, sérlegur tækniráðgjafi BBC Sport og fyrrum tæknistjóri Jordan, Stewart og Jaguar-liðanna, segir bílinn líta út fyrir að vera venjulegri en áður. Ferrari lenti í vandræðum með róttæka hönnun bílsins á undirbúningstímabilinu í vetur. "Ný hönnun Ferrari-bílsins er skref í rétta átt." Keppnisliðin æfa nú á Ítalíu. Alonso átti besta tíma á þriðjudag en Roman Grosjean hjá Lotus hefur verið fljótastur í gær og í dag. Næst keppa liðin í Barcelona á Spáni þann 13. maí.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira