Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri eftir bráðbana gegn Els 30. apríl 2012 11:00 Jason Dufner sigraði í fyrsta sinn á PGA móti í gær eftir bráðbana gegn Ernie Els AP Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Els, sem hefur sigrað á 19 PGA mótum á ferlinum, gerði engin mistökk á lokahringnum sem hann lék á 67 höggum. Els var nálægt því að tryggja sér sigurinn með pútti fyrir fugli á fyrstu holu bráðabanans en um 2 metra pútt hans fór framhjá holunni.Lokastaðan: Luke Donald frá Englandi endaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék á 17 höggum undir pari vallar. Þar með þokaði hann sér upp fyrir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem var í efsta sæti heimslistans í golfi. Dufner hefur margoft verið í baráttunni um sigur á PGA mótaröðinni en hefur þrívegis endað í öðru sæti á PGA móti. Hann vakti athygli á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Mastersmótinu þar sem hann efstur þegar keppni var hálfnuð. Hann náði sér ekki á strik á tveimur síðustu keppnisdögunum og endaði að lokum í 24. sæti. Dufner er 35 ára gamall og hann hefur m.a. tapað tvívegis í bráðabana um sigur á PGA mótaröðinni. Hann tapaði gegn Mark Wilson á Phoenix meistaramótinu í fyrra og hann þurfti að sjá á eftir sigrinum á PGA meistaramótinu s.l. haust þar sem að Keegan Bradley hafði betur. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs en stórmótin eru; Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið, Opna breska og PGA-meistaramótið. Bubba Watson lék á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Mastersmótinu. Hann endaði í 18. sæti og var 11 höggum á eftir Dufner og Els. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Els, sem hefur sigrað á 19 PGA mótum á ferlinum, gerði engin mistökk á lokahringnum sem hann lék á 67 höggum. Els var nálægt því að tryggja sér sigurinn með pútti fyrir fugli á fyrstu holu bráðabanans en um 2 metra pútt hans fór framhjá holunni.Lokastaðan: Luke Donald frá Englandi endaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék á 17 höggum undir pari vallar. Þar með þokaði hann sér upp fyrir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem var í efsta sæti heimslistans í golfi. Dufner hefur margoft verið í baráttunni um sigur á PGA mótaröðinni en hefur þrívegis endað í öðru sæti á PGA móti. Hann vakti athygli á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Mastersmótinu þar sem hann efstur þegar keppni var hálfnuð. Hann náði sér ekki á strik á tveimur síðustu keppnisdögunum og endaði að lokum í 24. sæti. Dufner er 35 ára gamall og hann hefur m.a. tapað tvívegis í bráðabana um sigur á PGA mótaröðinni. Hann tapaði gegn Mark Wilson á Phoenix meistaramótinu í fyrra og hann þurfti að sjá á eftir sigrinum á PGA meistaramótinu s.l. haust þar sem að Keegan Bradley hafði betur. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs en stórmótin eru; Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið, Opna breska og PGA-meistaramótið. Bubba Watson lék á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Mastersmótinu. Hann endaði í 18. sæti og var 11 höggum á eftir Dufner og Els.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira