Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri eftir bráðbana gegn Els 30. apríl 2012 11:00 Jason Dufner sigraði í fyrsta sinn á PGA móti í gær eftir bráðbana gegn Ernie Els AP Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Els, sem hefur sigrað á 19 PGA mótum á ferlinum, gerði engin mistökk á lokahringnum sem hann lék á 67 höggum. Els var nálægt því að tryggja sér sigurinn með pútti fyrir fugli á fyrstu holu bráðabanans en um 2 metra pútt hans fór framhjá holunni.Lokastaðan: Luke Donald frá Englandi endaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék á 17 höggum undir pari vallar. Þar með þokaði hann sér upp fyrir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem var í efsta sæti heimslistans í golfi. Dufner hefur margoft verið í baráttunni um sigur á PGA mótaröðinni en hefur þrívegis endað í öðru sæti á PGA móti. Hann vakti athygli á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Mastersmótinu þar sem hann efstur þegar keppni var hálfnuð. Hann náði sér ekki á strik á tveimur síðustu keppnisdögunum og endaði að lokum í 24. sæti. Dufner er 35 ára gamall og hann hefur m.a. tapað tvívegis í bráðabana um sigur á PGA mótaröðinni. Hann tapaði gegn Mark Wilson á Phoenix meistaramótinu í fyrra og hann þurfti að sjá á eftir sigrinum á PGA meistaramótinu s.l. haust þar sem að Keegan Bradley hafði betur. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs en stórmótin eru; Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið, Opna breska og PGA-meistaramótið. Bubba Watson lék á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Mastersmótinu. Hann endaði í 18. sæti og var 11 höggum á eftir Dufner og Els. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Els, sem hefur sigrað á 19 PGA mótum á ferlinum, gerði engin mistökk á lokahringnum sem hann lék á 67 höggum. Els var nálægt því að tryggja sér sigurinn með pútti fyrir fugli á fyrstu holu bráðabanans en um 2 metra pútt hans fór framhjá holunni.Lokastaðan: Luke Donald frá Englandi endaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék á 17 höggum undir pari vallar. Þar með þokaði hann sér upp fyrir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem var í efsta sæti heimslistans í golfi. Dufner hefur margoft verið í baráttunni um sigur á PGA mótaröðinni en hefur þrívegis endað í öðru sæti á PGA móti. Hann vakti athygli á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Mastersmótinu þar sem hann efstur þegar keppni var hálfnuð. Hann náði sér ekki á strik á tveimur síðustu keppnisdögunum og endaði að lokum í 24. sæti. Dufner er 35 ára gamall og hann hefur m.a. tapað tvívegis í bráðabana um sigur á PGA mótaröðinni. Hann tapaði gegn Mark Wilson á Phoenix meistaramótinu í fyrra og hann þurfti að sjá á eftir sigrinum á PGA meistaramótinu s.l. haust þar sem að Keegan Bradley hafði betur. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs en stórmótin eru; Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið, Opna breska og PGA-meistaramótið. Bubba Watson lék á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Mastersmótinu. Hann endaði í 18. sæti og var 11 höggum á eftir Dufner og Els.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira