Samband Hamilton og Button gæti snúist upp í andhverfu sína Birgir Þór Harðarson skrifar 11. apríl 2012 22:30 Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn McLaren liðsins, þurfa að hafa varan á segir Johnny Herbert dómari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður. Hann telur gott samband liðsfélaganna geta snúist upp í andhverfu sína í ár haldi McLaren áfram að hafa yfirburði. Herbert telur liðsfélagana geta orðið að erkifjendum á brautinni mjög auðveldlega á tímabilinu. Þeir þurfi að passa að keppnisskapið smiti ekki útfyrir bílstjórasætið og eyðileggi þeirra góða persónulega samband. Við vefsíðu breska götublaðsins The Sun segir Herbert að það skipti ökumennina miklu máli hver hafi yfirhöndina því sá fær meiri athygli frá liðinu. "Ég held að helsta barátta Lewis verði við Jenson," sagði Herbert. Lewis og Jenson hefur verið líkt saman við ekki minni menn en Ayrton Senna og Alain Prost sem óku fyrir McLaren árin 1988 og 1989. Liðið hafði gríðarlega yfirburði þá en bardaga Senna og Prost lauk með flugeldasýningu í japanska kappakstrinum 1989. Alain Prost varð heimsmeistari það árið. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn McLaren liðsins, þurfa að hafa varan á segir Johnny Herbert dómari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður. Hann telur gott samband liðsfélaganna geta snúist upp í andhverfu sína í ár haldi McLaren áfram að hafa yfirburði. Herbert telur liðsfélagana geta orðið að erkifjendum á brautinni mjög auðveldlega á tímabilinu. Þeir þurfi að passa að keppnisskapið smiti ekki útfyrir bílstjórasætið og eyðileggi þeirra góða persónulega samband. Við vefsíðu breska götublaðsins The Sun segir Herbert að það skipti ökumennina miklu máli hver hafi yfirhöndina því sá fær meiri athygli frá liðinu. "Ég held að helsta barátta Lewis verði við Jenson," sagði Herbert. Lewis og Jenson hefur verið líkt saman við ekki minni menn en Ayrton Senna og Alain Prost sem óku fyrir McLaren árin 1988 og 1989. Liðið hafði gríðarlega yfirburði þá en bardaga Senna og Prost lauk með flugeldasýningu í japanska kappakstrinum 1989. Alain Prost varð heimsmeistari það árið.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira