Erlent

Móðir Breivik þarf ekki að bera vitni í réttarhöldunum

Réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik hefjast að nýju nú klukkan sjö að okkar tíma. Réttarhöldin hefjast á því að Breivik mun lesa upp yfirlýsingu en lögmaður hans segir að sá upplestur muni taka um 30 mínútur. Í yfirlýsingunni mun Breivk ætla að verja gjörðir sínar.

Fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag að ákveðið hafi verið að móðir Breivik þurfi ekki að bera vitni í málinu.

Í gærdag játaði Breivik að hafa myrt 77 manns, flest ungmenni á Úteyju í grennd við Osló. Ekki var að sjá á honum neina iðrun yfir þessum morðum í réttarhaldinu í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×