Masters 2012: Westwood með eins höggs forskot | Tiger á pari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2012 00:01 Westwood fann sig vel á Augusta-vellinum í dag. Nordic Photos / Getty Englendingurinn Lee Westwood spilaði manna best á fyrsta degi Masters-mótsins í golfi á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Westwood lauk leik á fimm höggum undir pari. Englendingurinn 38 ára kannast ágætlega við tilfinninguna að hafa forystuna á Masters. Hann leiddi fyrir lokadaginn árið 2010 en ótrúleg spilamennska Phil Mickelson á lokahringnum kom í veg fyrir að Westwood landaði sínum fyrsta risatitli. „Það var hvergi veikan blett að finna í spilamennsku minni. Ég setti boltann nálægt pinna, hitti vel á brautirnar og setti niður nokkur góð pútt," sagði Westwood sem er enn í leit að sigri á sínu fyrsta risamóti.Ágætis staða hjá Woods þrátt fyrir ógöngur Tiger Woods lenti í ýmsum ógöngum en tókst þrátt fyrir allt að skila sér í hús á pari. „Ég átti nokkrar af verstu sveiflum ævi minnar í dag en þetta er allt í lagi," sagði Woods sem hefur unnið 14 stórmót á ævinni, síðast árið 2008. Norður-Írinn Rory McIlroy sem fataðist heldur betur flugið í kjörstöðu á mótinu á síðasta ári fór hræðilega af stað. Tvöfaldur skolli á fyrstu holu en eftir það birti til. Sigurvegari Opna breska fékk fugla á síðustu tveimur holunum og kom í hús á einu höggi undir pari. Phil Mickelson spilaði hringinn á tveimur höggum yfir pari. Mickelson fékk meðal annars þrefaldan skolla á 10. holu þar sem hann týndi boltanum.Oosthuizen og Hanson í öðru sæti Fast á hæla Westwood koma Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen og Svíinn Peter Hanson. Oosthuizen, besti vinur Charl Schwartzel sem vann mótið í fyrra, fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og kom sér í góða stöðu. Svínn Henrik Stenson var á sex höggum undir pari og í frábærri stöðu þegar þrjár holur voru eftir. Hann spilaði lokaholuna hins vegar á heilum fjórum yfir pari og lauk leik á einu höggi undir pari.Staða efstu manna 1. Lee Westwod -5 2. Louis Oosthuizen, Peter Hanson -4 3. Paul Lawrie, Francesco Molinari, Ben Crane, Jason Dufner og Bubba Watson -3 Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Englendingurinn Lee Westwood spilaði manna best á fyrsta degi Masters-mótsins í golfi á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Westwood lauk leik á fimm höggum undir pari. Englendingurinn 38 ára kannast ágætlega við tilfinninguna að hafa forystuna á Masters. Hann leiddi fyrir lokadaginn árið 2010 en ótrúleg spilamennska Phil Mickelson á lokahringnum kom í veg fyrir að Westwood landaði sínum fyrsta risatitli. „Það var hvergi veikan blett að finna í spilamennsku minni. Ég setti boltann nálægt pinna, hitti vel á brautirnar og setti niður nokkur góð pútt," sagði Westwood sem er enn í leit að sigri á sínu fyrsta risamóti.Ágætis staða hjá Woods þrátt fyrir ógöngur Tiger Woods lenti í ýmsum ógöngum en tókst þrátt fyrir allt að skila sér í hús á pari. „Ég átti nokkrar af verstu sveiflum ævi minnar í dag en þetta er allt í lagi," sagði Woods sem hefur unnið 14 stórmót á ævinni, síðast árið 2008. Norður-Írinn Rory McIlroy sem fataðist heldur betur flugið í kjörstöðu á mótinu á síðasta ári fór hræðilega af stað. Tvöfaldur skolli á fyrstu holu en eftir það birti til. Sigurvegari Opna breska fékk fugla á síðustu tveimur holunum og kom í hús á einu höggi undir pari. Phil Mickelson spilaði hringinn á tveimur höggum yfir pari. Mickelson fékk meðal annars þrefaldan skolla á 10. holu þar sem hann týndi boltanum.Oosthuizen og Hanson í öðru sæti Fast á hæla Westwood koma Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen og Svíinn Peter Hanson. Oosthuizen, besti vinur Charl Schwartzel sem vann mótið í fyrra, fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og kom sér í góða stöðu. Svínn Henrik Stenson var á sex höggum undir pari og í frábærri stöðu þegar þrjár holur voru eftir. Hann spilaði lokaholuna hins vegar á heilum fjórum yfir pari og lauk leik á einu höggi undir pari.Staða efstu manna 1. Lee Westwod -5 2. Louis Oosthuizen, Peter Hanson -4 3. Paul Lawrie, Francesco Molinari, Ben Crane, Jason Dufner og Bubba Watson -3
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira