Masters 2012: Westwood með eins höggs forskot | Tiger á pari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2012 00:01 Westwood fann sig vel á Augusta-vellinum í dag. Nordic Photos / Getty Englendingurinn Lee Westwood spilaði manna best á fyrsta degi Masters-mótsins í golfi á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Westwood lauk leik á fimm höggum undir pari. Englendingurinn 38 ára kannast ágætlega við tilfinninguna að hafa forystuna á Masters. Hann leiddi fyrir lokadaginn árið 2010 en ótrúleg spilamennska Phil Mickelson á lokahringnum kom í veg fyrir að Westwood landaði sínum fyrsta risatitli. „Það var hvergi veikan blett að finna í spilamennsku minni. Ég setti boltann nálægt pinna, hitti vel á brautirnar og setti niður nokkur góð pútt," sagði Westwood sem er enn í leit að sigri á sínu fyrsta risamóti.Ágætis staða hjá Woods þrátt fyrir ógöngur Tiger Woods lenti í ýmsum ógöngum en tókst þrátt fyrir allt að skila sér í hús á pari. „Ég átti nokkrar af verstu sveiflum ævi minnar í dag en þetta er allt í lagi," sagði Woods sem hefur unnið 14 stórmót á ævinni, síðast árið 2008. Norður-Írinn Rory McIlroy sem fataðist heldur betur flugið í kjörstöðu á mótinu á síðasta ári fór hræðilega af stað. Tvöfaldur skolli á fyrstu holu en eftir það birti til. Sigurvegari Opna breska fékk fugla á síðustu tveimur holunum og kom í hús á einu höggi undir pari. Phil Mickelson spilaði hringinn á tveimur höggum yfir pari. Mickelson fékk meðal annars þrefaldan skolla á 10. holu þar sem hann týndi boltanum.Oosthuizen og Hanson í öðru sæti Fast á hæla Westwood koma Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen og Svíinn Peter Hanson. Oosthuizen, besti vinur Charl Schwartzel sem vann mótið í fyrra, fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og kom sér í góða stöðu. Svínn Henrik Stenson var á sex höggum undir pari og í frábærri stöðu þegar þrjár holur voru eftir. Hann spilaði lokaholuna hins vegar á heilum fjórum yfir pari og lauk leik á einu höggi undir pari.Staða efstu manna 1. Lee Westwod -5 2. Louis Oosthuizen, Peter Hanson -4 3. Paul Lawrie, Francesco Molinari, Ben Crane, Jason Dufner og Bubba Watson -3 Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Englendingurinn Lee Westwood spilaði manna best á fyrsta degi Masters-mótsins í golfi á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Westwood lauk leik á fimm höggum undir pari. Englendingurinn 38 ára kannast ágætlega við tilfinninguna að hafa forystuna á Masters. Hann leiddi fyrir lokadaginn árið 2010 en ótrúleg spilamennska Phil Mickelson á lokahringnum kom í veg fyrir að Westwood landaði sínum fyrsta risatitli. „Það var hvergi veikan blett að finna í spilamennsku minni. Ég setti boltann nálægt pinna, hitti vel á brautirnar og setti niður nokkur góð pútt," sagði Westwood sem er enn í leit að sigri á sínu fyrsta risamóti.Ágætis staða hjá Woods þrátt fyrir ógöngur Tiger Woods lenti í ýmsum ógöngum en tókst þrátt fyrir allt að skila sér í hús á pari. „Ég átti nokkrar af verstu sveiflum ævi minnar í dag en þetta er allt í lagi," sagði Woods sem hefur unnið 14 stórmót á ævinni, síðast árið 2008. Norður-Írinn Rory McIlroy sem fataðist heldur betur flugið í kjörstöðu á mótinu á síðasta ári fór hræðilega af stað. Tvöfaldur skolli á fyrstu holu en eftir það birti til. Sigurvegari Opna breska fékk fugla á síðustu tveimur holunum og kom í hús á einu höggi undir pari. Phil Mickelson spilaði hringinn á tveimur höggum yfir pari. Mickelson fékk meðal annars þrefaldan skolla á 10. holu þar sem hann týndi boltanum.Oosthuizen og Hanson í öðru sæti Fast á hæla Westwood koma Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen og Svíinn Peter Hanson. Oosthuizen, besti vinur Charl Schwartzel sem vann mótið í fyrra, fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og kom sér í góða stöðu. Svínn Henrik Stenson var á sex höggum undir pari og í frábærri stöðu þegar þrjár holur voru eftir. Hann spilaði lokaholuna hins vegar á heilum fjórum yfir pari og lauk leik á einu höggi undir pari.Staða efstu manna 1. Lee Westwod -5 2. Louis Oosthuizen, Peter Hanson -4 3. Paul Lawrie, Francesco Molinari, Ben Crane, Jason Dufner og Bubba Watson -3
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira