Körfubolti

Antoine Walker seldi meistarahringinn | skuldar samt um 1,5 milljarða kr.

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Antoine Walker, sem á sínum tíma var eitt af stóru nöfnunum í NBA deildinni í körfubolta, er það miklum peningavandræðum.
Antoine Walker, sem á sínum tíma var eitt af stóru nöfnunum í NBA deildinni í körfubolta, er það miklum peningavandræðum. AP
Antoine Walker, sem á sínum tíma var eitt af stóru nöfnunum í NBA deildinni í körfubolta, er það miklum peningavandræðum að hann hefur nú selt verðlaunagripinn sem hann fékk þegar hann varð NBA meistari með Miami Heat árið 2006. Allir leikmenn sem vinna NBA deildina fá glæsilega meistarhring og seldi Walker hringinn fyrir um 2,5 milljónir kr.

Walker tapaði öllum þeim fjármunum sem hann vann sér inn á glæsilegum atvinnumannaferli. Spilafíkn var hans vandamál og árið 2010 var hann úrskurðaður gjaldþrota. Skuldir hans nema um 1,5 milljörðum kr., eða um 13 milljónum bandaríkjadala.

Walker fékk um 14 milljarða kr. í laun á ferlinum eða sem nemur 110 milljónum bandaríkjadala og þar fyrir utan var hann með auglýsingasaminga sem gáfu vel af sér.

Hinn 35 ára gamli Walker hefur reynt að komast á ný í NBA deildina og leikur hann með Idaho Stampede í D-NBA deildinni. Hann er 2.06 m. á hæð og lék hann lengst af með Boston Celtics sem völdu hann í fyrstu umferð í háskólavalinu. Walker lék með hinu þekkta háskólaliði Kentucky sem varð háskólameistari vorið 1996 undir stjórn Rick Pitino.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×