Sport

Anja Pärson leggur skíðin á hilluna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anja Pärson hefur loksins gefist upp eftir erfiða baráttu við meiðsli. Hún skilur við skíðin sátt.
Anja Pärson hefur loksins gefist upp eftir erfiða baráttu við meiðsli. Hún skilur við skíðin sátt. Nordic Photos / Getty
Sænska skíðakonan Anja Pärson hefur lagt skíðin á hilluna. Hún tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag.

Pärson, sem er 30 ára, vann sex sinnum til verðlauna á Ólympíuleikum á fjórtán ára ferli. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn undanfarin ár.

„Alvarleg föll í brekkunum og viðvarandi meiðslavandamál undanfarin ár hafa orðið til þess að frammistaða mín hefur ekki verið eins góð og þarf í baráttunni í hæsta gæðaflokki ," sagði Pärson.

Pärson, sem steig fyrst fram á sjónarsviðið 1998, vann 42 sigra á heimsbikarmótum og varð samanlagður meistari árin 2004 og 2005. Þá vann hún til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tórínó árið 2006.

„Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á ævi minni. Á sama tíma er ég forvitin og spennt," sagði Pärson um líf utan alpanna.

Nánar um Pärson á heimasíðu hennar. Sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×