Fótbolti

Wenger gagnrýnir leikaraskapinn hjá Busquets

Arsene Wenger sendi Sergio Busquets, leikmanni Evrópumeistaraliðs Barcelona, tóninn.
Arsene Wenger sendi Sergio Busquets, leikmanni Evrópumeistaraliðs Barcelona, tóninn. Getty Images / Nordic Photos
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, vekur oft athygli fyrir ummæli sem hann lætur falla á fréttamannafundum. Wenger sendi Sergio Busquets, leikmanni Evrópumeistaraliðs Barcelona, tóninn og segir Wenger að Busquets sé ekki heiðarlegur í sínum leik.

Hinn 23 ára gamli Busquets hefur leikið 38 landsleiki fyrir Spán en margir hafa gagnrýnt hann fyrir leikaraskap á vellinum. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Eurosport sagði Wenger að Busquets væri flottur fótboltamaður en það væri eitt og annað í leik hans sem væri á gráu svæði. „Hann er klókur og neyðir oft dómarana til þess að gefa andstæðingunum gult spjald fyrir brot. Hann gerir sér upp meiðsli og dómarar falla oft í þá gryfju að dæma eftir þeim viðbrögðum," sagði Wenger m.a. í viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×