Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24 Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2012 14:11 FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Gestirnir úr Safamýrinni voru sterkari til að byrja með og það sást greinilega að liðið ætlaði sér að bæta upp fyrir hamfarirnar í höllinni um síðustu helgi. Liðið stillti upp í virkilega framliggjandi varnarleik sem FH-ingar réðu illa við. Skot heimamann voru oft á tíðum tekinn lengst utan af velli og því auðveld fyrir markverði Fram. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að keyra upp hraðann og náðu að komast í takt leikinn með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan var því 15-15 í hálfleik og allt benti til að sá síðari yrði spennandi. FH-ingar voru mikið mun ákveðnari í seinni hálfleiknum og léku fínan handbolta. Leikur liðsins hélt áfram að batna og þeir náðu góðum tökum á leiknum um miðbik síðari hálfleiks. Framarar héldu samt sem áður áfram að berjast eins og skepnur og gáfust aldrei upp. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, en þá hrökk FH-vélin almennilega í gang. Leiknum lauk að lokum með öruggum sigri FH, 29-24, og liðið komið á toppinn í N1-deildinni ásamt Haukum. Framarar eru enn með 17 stig í fjórða sætinu.Einar Andri: Héldum alltaf í okkar skipulag „Þetta var mjög jafn leikur og mikil barátta," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var rosalega jafnt í fyrri hálfleiknum og þeir leiddu svona til að byrja með. Síðan small þetta bara allt hjá okkur í þeim síðari". „Þann kom upp frábær barátta og vilji í síðari hálfleik og það skilaði þessum sigri. Við breyttum engu í síðari hálfleik, héldum bara áfram að gera okkar og það hafðist að lokum". „Við ætlum okkur að vera í efsta sæti í deildinni og því var það rosalega mikilvægur sigur," sagði Einar Andri að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Einar: Eintómir úrslitaleikir eftir „Við hleyptum leiknum bara upp hérna í lokin en þetta var alltaf spennandi," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þetta var bara hörkuleikur allan tíman, þeir bara rétt brutu ísinn undir lokin þegar FH komst tveim mörkum yfir". „Þrátt fyrir tap þá er ég bara býsna ánægður með liðið. Við sýndum góðan anda í kvöld og lékum sem lið og töpuðum sem lið en liðheildin hefur ekki verið nægilega góð að undanförnu". „Við nýtum illa þegar liðið er einum fleiri og það kostaði okkur þennan leik vill ég meina. Það eru bara eintómir úrslitaleikir eftir af þessu móti og við megum ekkert misstíga okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Gestirnir úr Safamýrinni voru sterkari til að byrja með og það sást greinilega að liðið ætlaði sér að bæta upp fyrir hamfarirnar í höllinni um síðustu helgi. Liðið stillti upp í virkilega framliggjandi varnarleik sem FH-ingar réðu illa við. Skot heimamann voru oft á tíðum tekinn lengst utan af velli og því auðveld fyrir markverði Fram. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að keyra upp hraðann og náðu að komast í takt leikinn með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan var því 15-15 í hálfleik og allt benti til að sá síðari yrði spennandi. FH-ingar voru mikið mun ákveðnari í seinni hálfleiknum og léku fínan handbolta. Leikur liðsins hélt áfram að batna og þeir náðu góðum tökum á leiknum um miðbik síðari hálfleiks. Framarar héldu samt sem áður áfram að berjast eins og skepnur og gáfust aldrei upp. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, en þá hrökk FH-vélin almennilega í gang. Leiknum lauk að lokum með öruggum sigri FH, 29-24, og liðið komið á toppinn í N1-deildinni ásamt Haukum. Framarar eru enn með 17 stig í fjórða sætinu.Einar Andri: Héldum alltaf í okkar skipulag „Þetta var mjög jafn leikur og mikil barátta," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var rosalega jafnt í fyrri hálfleiknum og þeir leiddu svona til að byrja með. Síðan small þetta bara allt hjá okkur í þeim síðari". „Þann kom upp frábær barátta og vilji í síðari hálfleik og það skilaði þessum sigri. Við breyttum engu í síðari hálfleik, héldum bara áfram að gera okkar og það hafðist að lokum". „Við ætlum okkur að vera í efsta sæti í deildinni og því var það rosalega mikilvægur sigur," sagði Einar Andri að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Einar: Eintómir úrslitaleikir eftir „Við hleyptum leiknum bara upp hérna í lokin en þetta var alltaf spennandi," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þetta var bara hörkuleikur allan tíman, þeir bara rétt brutu ísinn undir lokin þegar FH komst tveim mörkum yfir". „Þrátt fyrir tap þá er ég bara býsna ánægður með liðið. Við sýndum góðan anda í kvöld og lékum sem lið og töpuðum sem lið en liðheildin hefur ekki verið nægilega góð að undanförnu". „Við nýtum illa þegar liðið er einum fleiri og það kostaði okkur þennan leik vill ég meina. Það eru bara eintómir úrslitaleikir eftir af þessu móti og við megum ekkert misstíga okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira