Red Bull flýgur uppfærðum bíl til Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 2. mars 2012 22:37 Heimsmeistarinn vonast til að geta hafið titilvörn sína með sigri í Ástralíu. Til þess þarf hann keppnishæfan fák sem Red Bull mun áreiðanlega skaffa honum. nordicphotos/afp Síðasta æfingalota Formúlu 1 liða áður en keppnistímabilið hefst þann 18. mars er í fullum gangi í Barcelona á Spáni. Í gær og í dag var Roman Grosjean á Lotus fljótastur þeirra 10 liða sem æfa. Með hverjum æfingadeginum sem líður skýrist staða liðanna gagnvart hvort öðru og eru sérfróðir nú enn sannfærðari um að baráttan verði jöfn í ár. Á æfingunum, sem öll liðin nema Marussia og HRT taka þátt í, reyna liðin að auka skilning sinn á bílunum. Í þessari síðustu æfingalotu er athyglinni enn frekar beint að keppnishraða og öðrum þáttum sem þurfa að vera 100% í keppnum ársins eins og viðgerðahlé, ræsingar og nýting dekkjanna. Raunar er HRT að berjast við að setja saman keppnisbíl sinn í verksmiðjum sínum í Madrid og stefna á að koma honum á brautina á sunnudag. "Það má ekkert útaf bregða því þá getum við gleymt þessu," sagði stjórnandi hjá liðinu í dag. Bíllinn féll á árekstrarprófi FIA í febrúar og er ekki enn kominn af tjökkunum og út á braut. Þá er von á uppfærðum Red Bull bíl með flugi í kvöld. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vill ekki dæma tækið fyrr en hann hefur reynt uppfærslurnar. "Uuu, ég hef ekki séð neitt," sagði glottandi Vettel, aðspurður hvort áhorfendur myndu geta séð einhvern mun á bílunum á morgun. Það er aldrei að vita hvort Red Bull lumi á einhverju hernaðarleyndarmáli rétt í lok undirbúningsins. Síðasta æfingalotan heldur áfram á morgun og sunnudag. Liðin halda þá í greni sín og gera ökutækin keppnishæf fyrir fyrsta mótið í Ástralíu þann 18. mars. Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Síðasta æfingalota Formúlu 1 liða áður en keppnistímabilið hefst þann 18. mars er í fullum gangi í Barcelona á Spáni. Í gær og í dag var Roman Grosjean á Lotus fljótastur þeirra 10 liða sem æfa. Með hverjum æfingadeginum sem líður skýrist staða liðanna gagnvart hvort öðru og eru sérfróðir nú enn sannfærðari um að baráttan verði jöfn í ár. Á æfingunum, sem öll liðin nema Marussia og HRT taka þátt í, reyna liðin að auka skilning sinn á bílunum. Í þessari síðustu æfingalotu er athyglinni enn frekar beint að keppnishraða og öðrum þáttum sem þurfa að vera 100% í keppnum ársins eins og viðgerðahlé, ræsingar og nýting dekkjanna. Raunar er HRT að berjast við að setja saman keppnisbíl sinn í verksmiðjum sínum í Madrid og stefna á að koma honum á brautina á sunnudag. "Það má ekkert útaf bregða því þá getum við gleymt þessu," sagði stjórnandi hjá liðinu í dag. Bíllinn féll á árekstrarprófi FIA í febrúar og er ekki enn kominn af tjökkunum og út á braut. Þá er von á uppfærðum Red Bull bíl með flugi í kvöld. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vill ekki dæma tækið fyrr en hann hefur reynt uppfærslurnar. "Uuu, ég hef ekki séð neitt," sagði glottandi Vettel, aðspurður hvort áhorfendur myndu geta séð einhvern mun á bílunum á morgun. Það er aldrei að vita hvort Red Bull lumi á einhverju hernaðarleyndarmáli rétt í lok undirbúningsins. Síðasta æfingalotan heldur áfram á morgun og sunnudag. Liðin halda þá í greni sín og gera ökutækin keppnishæf fyrir fyrsta mótið í Ástralíu þann 18. mars.
Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira