Sport

Hjálpaði liði dóttur sinnar með leiserljósið að vopni

Íþróttamenn lenda oft í því að leiserljósi er beint að þeim.
Íþróttamenn lenda oft í því að leiserljósi er beint að þeim.
Leitinni að þroskaðasta pabbanum er lokið. Sá er 42 ára gamall Bandaríkjamaður og heitir Joseph Cordes. Hann hefur verið kærður fyrir að hjálpa dóttur sinni að vinna hokkýleik á sérstakan hátt.

Cordes mætti á menntaskólaleik dóttur sinnar með leiserljós í farteskinu sem hann beindi ítrekað í andlit markvarðar andstæðinganna er lið dóttur hans sótti að marki.

Upp komst um athæfið að lokum og var Cordes vísað út úr húsi. Lögreglan lítur málið alvarlegum augum og hefur kært Cordes. Hann mun því þurfa að svara til saka fyrir dómi.

Lið dóttur hans vann leikinn, 3-1, en andstæðingurinn kærði út af leiserljósinu. Þeirri kæru var hafnað þannig að uppátæki pabbans skilaði í það minnsta sigri.

Sá sigur getur reyndar verið dýrkeyptur þegar búið er að dæma hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×