Formúla 1

Adrian Newey með snjalla lausn á afturenda Red Bull bílsins

Birgir Þór Harðarson skrifar
Newey hefur unnið heimsmeistaratitla með þremur mismunandi liðum sem er met.
Newey hefur unnið heimsmeistaratitla með þremur mismunandi liðum sem er met. nordicphotos/afp
Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull liðsins hefur enn á ný fundið "snjalla" lausn á nýjum reglum um útblásturskerfi bílsins. Nýlega voru "blásnir loftdreifar" bannaðir en þar lágu helstu yfirburðir Red Bull bílsins síðustu ár.

Jean Francois Caubet, yfirmaður hjá Renault sem skaffar liðinu vélar, segir Newey hafa fundið góða lausn. "Formúla 1 snýst um frumleika og þó reglurnar hafi breyst þá höfum við í samstarfi við Red Bull fundið snjalla lausn á vandamálinu."

Á fyrstu æfingunum á Jerez á dögunum tóku margir efitr því að nýi bíllinn lá á brautinni eins og hann væri á lestarteinum í gegnum beygjurnar. Adrian Newey svaraði: "Pústið er á þannig svæði að við gætum jafnvel átt fleiri lausnir upp í erminni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×