Fótbolti

Xavi býst við því að Guardiola verði áfram hjá Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xavi.
Xavi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Xavi, leikstjórnandi Barcelona-liðsins, er viss um að þjálfarinn Pep Guardiola skrifi undir nýjan samning við félagið. Guardiola hefur ekki gefið neitt út um framhaldið og spænskir fjölmiðlar fjalla flestir um málið á hverjum degi.

„Þjálfarinn hefur gefið okkur mikið öryggi. Hann er lykillinn að velgengni okkar. Við viljum umfram allt sjá hann framlengja samninginn því við erum mjög ánægðir með hann. Við verðum samt að bíða því þetta er hans ákvörðun. Ég er samt viss um að hann skrifi undir nýjan samning," sagði Xavi.

Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í töflunni en vann frábæran 5-1 sigur á Valencia um helgina.

„Okkur leið mjög vel eftir Valenciu-leikinn og þessi sigur gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið. Við erum búnir að vinna þrjá titla á þessu tímabili og erum komnir í bikarúrslitaleikinn. Við munum síðan halda áfram að reyna að brúa bilið milli okkar og Real Madrid," sagði Xavi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×