NASCAR tímabilið hefst með hvelli með Daytona 500 Birgir Þór Harðarson skrifar 28. febrúar 2012 17:30 Matt Kenseth sem ekur fyrir Roush Fenway sigraði Daytona 500 kappaksturinn, fyrsta mót ársins í NASCAR í Bandaríkjunum. Daytona 500 er stærsti götubílakappakstur ársins í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fékk Kenseth 300 þúsund bandaríkjadali í sigurlaun. Þá fékk Martin Truex Jr. hjá Micheal Waltrip Racing 200 þúsund dali fyrir að vera fremstur þegar helmingur vegalendgarinnar var ekinn. Juan Pablo Montoya sem Evrópubúar þekkja vel úr Formúlu 1 slapp með skrekkinn þegar hann klessti á hreinsunarbíl í Daytona 500 kappakstrinum sem fram fór í nótt. Montoya ekur nú fyrir Chip Ganassi liðið í NASCAR í Bandaríkjunum. Gulum flöggum var veifað á brautinni og er venjan að hreinsunarbílar aki hringinn og blási ryki af brautinni. Montoya misti stjórn á bíl sínum, skautaði beint á gula trukkinn og reif eldsneytistankinn á trukkinum. Neisti komst svo í eldsneytið þegar það sullaðist niður brautina svo upphófst mikið bál. Rauðum flöggum var veifað um leið og kappakstrinum frestað í einn og hálfan klukkutíma. "Það var eitthvað furðulegt við bílinn svo ég fór inn á viðgerðarsvæðið," sagði Montoya stuttu eftir slysið. "Þeir fundu ekkert að bílnum svo ég fór beint út aftur en missti svo afturendann rétt fyrir þriðju beygju." Talið var að eldurinn hefði eyðilagt malbikið en svo reyndist ekki vera. Daytona 500 kappaksturinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna mikillar rigningar og fór því fram á mánudagskvöldi. Rigning ógnaði kappakstrinum aftur síðustu hringina en hafði ekki áhrif og mótinu lauk klukkan 1 eftir miðnætti að staðartíma. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Matt Kenseth sem ekur fyrir Roush Fenway sigraði Daytona 500 kappaksturinn, fyrsta mót ársins í NASCAR í Bandaríkjunum. Daytona 500 er stærsti götubílakappakstur ársins í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fékk Kenseth 300 þúsund bandaríkjadali í sigurlaun. Þá fékk Martin Truex Jr. hjá Micheal Waltrip Racing 200 þúsund dali fyrir að vera fremstur þegar helmingur vegalendgarinnar var ekinn. Juan Pablo Montoya sem Evrópubúar þekkja vel úr Formúlu 1 slapp með skrekkinn þegar hann klessti á hreinsunarbíl í Daytona 500 kappakstrinum sem fram fór í nótt. Montoya ekur nú fyrir Chip Ganassi liðið í NASCAR í Bandaríkjunum. Gulum flöggum var veifað á brautinni og er venjan að hreinsunarbílar aki hringinn og blási ryki af brautinni. Montoya misti stjórn á bíl sínum, skautaði beint á gula trukkinn og reif eldsneytistankinn á trukkinum. Neisti komst svo í eldsneytið þegar það sullaðist niður brautina svo upphófst mikið bál. Rauðum flöggum var veifað um leið og kappakstrinum frestað í einn og hálfan klukkutíma. "Það var eitthvað furðulegt við bílinn svo ég fór inn á viðgerðarsvæðið," sagði Montoya stuttu eftir slysið. "Þeir fundu ekkert að bílnum svo ég fór beint út aftur en missti svo afturendann rétt fyrir þriðju beygju." Talið var að eldurinn hefði eyðilagt malbikið en svo reyndist ekki vera. Daytona 500 kappaksturinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna mikillar rigningar og fór því fram á mánudagskvöldi. Rigning ógnaði kappakstrinum aftur síðustu hringina en hafði ekki áhrif og mótinu lauk klukkan 1 eftir miðnætti að staðartíma.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira