Erlent

Myndskeið sýnir Plútó á sólríkum degi

Tölvuteiknuð mynd af yfirborði dvergreikistjörnunnar Plútó sýnir hvernig sólríkur dagur á einum dimmasta stað sólkerfisins lítur út.



Myndin er byggð á nákvæmum gögnum frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli. Stjörnustöðin hefur safnað gögnum um plánetuna síðan árið 2009 og hefur rannsóknarvinnan varpað nýju ljósi á þessa fyrrverandi plánetu.



Sólin er 1.000 sinnum dimmari á Plútó en á Jörðinni. Yfirborð Plútó er þakið frosnu metani og þokukenndu andrúmslofti sem er samsett úr metani og öðrum gastegundum.



Yfirborðshiti Plútó -220 gráður en andrúmsloftið er þó mun heitara samkvæmt gögnum frá Stjörnustöð Evrópulanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×