Fótbolti

"Loksins" skoraði Messi og "loksins" vann Barca

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Barcelona var búið að spila þrjá leiki í röð án þess að vinna og Lionel Messi var ekki búinn að skora í þremur leikjum í röð. Þetta þykir fréttnæmt en biðin tók enda í kvöld þegar Barcelona vann 2-1 sigur á Real Sociedad.

Real Madrid var búið að ná tíu stiga forskoti á Barcelona með sigri á Getafe fyrr í kvöld en Barcelona náði með þessum sigri að minnka forskotið aftur í sjö stig.

Cristian Tello, 20 ára strákur, fékk tækifærið í öllum meiðslavandræðum Börsunga og kom Barcelona í 1-0 á 9. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Lionel Messi.

Messi fékk fjölda dauðafæri fram eftir öllum leiknum en tókst loksins að skora á 72. mínútu eftir sendingu frá Dani Alves.

Varamaðurinn Carlos Vela minnkaði muninn fyrir Real Sociedad í næstu sókn eftir varnarmistök Dani Alves.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×