Fótbolti

Guardiola um Messi: Þarf ekki sitt besta til að vera bestur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi klikkaði í síðasta leik.
Lionel Messi klikkaði í síðasta leik. Mynd/AFP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er viss um að það hafi engin áhrif á Lionel Messi að hafa klikkað á vítaspyrnu í jafnteflinu á móti Valencia í vikunni. Messi átti möguleikja á að tryggja Barcelona sigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikarsins.

„Leo er alltaf í góðu lagi enda mikill keppnismaður. Hann hefur þegar fengið að kynnast ýmsu og hann spilar alltaf vel að mínu mati," sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik á móti Real Sociedad í kvöld.

„Messi þarf ekki að sýna sitt besta til að vera bestur. Hann tekur stundum ábyrgð á hlutum sem hann þarf ekki að bera ábyrgð á. Hann er stórkostlegur á vítapunktinum og ég vona að hann áfram góðum árangri sínum þar," sagði Guardiola.

Messi og Barcelona-liðið hefur mátt heyra áhyggjuraddir og umræðu um krísu eftir að liðið hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum.

„Það sem gerist er að hann spillir okkur. Við erum allir að reyna að hjálpa honum og hann þarf smá hjálp. Okkur líður öllum miklu betur þegar Messi er inn á vellinum," sagði Guardiola.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×