Fótbolti

Barcelona búið að vinna 99 deildarleiki undir stjórn Guardiola

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona og Andres Iniesta.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona og Andres Iniesta. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, getur komist í góðan hóp um helgina fari svo að Barcelona vinni lið Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona er nefnilega búið að vinna 99 deildarleiki undir hans stjórn.

Aðeins þrír þjálfarar hafa stýrt Barcelona til sigurs í meira en hundrað deildarleikjum en það eru þeir Johan Cruijff (179 sigrar), Frank Rijkaard (112) og Rinus Michels (105). Barcelona hefur unnið 99 af 131 deildarleik sínum undir stjórn Guardiola og tapleikirnir eru aðeins níu talsins.

Cruijff stýrði Barcelona á átta tímabilum frá 1988-1996, Frank Rijkaard var með liðið í fimm tímabil frá 2003 til 2008 og Rinus Michels var með Barca á sex tímabilum í tveimur törnum, fyrst frá 1971-1975 og svo frá 1976-1978.

Pep Guardiola er á sínu fjórða tímabili með Barcelona en liðið hefur orðið spænskur meistari á öllum tímabilum hans sem þjálfari. Barcelona vann 27 leiki 2008-09, 31 leik 2009-10 og svo 30 leiki í fyrra.

Barcelona-liðið hefur síðan unnið 11 af fyrstu 17 deildarleikjum sínum á þessu tímabili en liðið hefur ekki gengið eins vel heima fyrir í vetur og tímabilin á undan enda er Real Madrid nú með fimm stiga forskot á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×