Sport

Steelers og Packers mætast í Super Bowl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay.
Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay. Mynd/AP

Það verða Pittsburgh Steelers og Green Bay Packers sem munu mætast að þessu sinni í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, sem fer nú fram í 45. sinn.

Steelers hafði betur gegn New York Jets í úrslitaleik AFC-deildarinnar í nótt, 24-19. Þetta er í þriðja sinn á síðustu sex árum sem liðið kemst í Super Bowl-leikinn en hann fer í þetta sinn fram í Dallas eftir tvær vikur.

Pittsburgh náði 24-0 forystu í leiknum í nótt en staðan í hálfleik var 24-3. Jets náði að klóra í bakkann í seinni hálfleik en tókst þó ekki að vinna upp forskot Pittsburgh.

Green Bay vann Chicaco, 21-14, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Reyndar komst Chicago ekki á blað fyrr en í fjórða leikhluta og skoraði þá tvö snertimörk.

Það er óhætt að segja að Green Bay hafi farið erfiðu leiðina inn í úrslitin en liðið varð í sjötta sæti NFC-deildarkeppninnar. Liðið vann svo þrjú efstu liðin á leið sinni í Super Bowl.

Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, fór mikinn í leiknum auk þess sem að vörn liðsins var ógnarsterk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×