Fagrar piparkökur 1. nóvember 2011 00:01 Piparkökurnar sóma sér vel sem jólaskraut til að hengja upp í glugga eða á jólatré. Þá er bara að muna eftir að stinga gati í kökurnar áður en þeim er stungið í ofninn. Stefanía Guðmundsdóttir bakar á hverju ári piparkökur sem eru bæði bragðgóðar og einkar fagrar. Hún deildi leyndarmálinu með lesendum jólablaðs Fréttablaðsins. Stefanía Guðmundsdóttur er mikið jólabarn og finnst tilheyra að baka til jólanna. „Ég baka fimm til sex sortir," segir Stefanía sem sér þó fram á heldur meiri bakstur í desember í ár en vanalega því að frumburðurinn Sigrún Helga verður eins árs á Þorláksmessu. Uppskriftin sem Stefanía deilir með lesendum er að piparkökum með brjóstsykri í sem líta fallega út, nánast eins og í þeim miðjum sé steint gler. Ekki svíkur bragðið, það er dásamlegt. Stefanía segir einfalt mál að baka kökurnar, lykillinn sé að baka piparkökurnar aðeins áður en brjóstsykurinn er settur í gatið, annars myndist í þeim loftbólur. En hvernig skyldi hugmyndin að kökunum góðu hafa komið til? „Vinkona mín var að tala um að strákurinn hennar hefði gert svona kökur í leikskólanum, þannig að ég tók mig til og prófaði og það gekk vel." Þó að jólin séu í uppáhaldi hjá Stefaníu er hún ekki á því að hafa undirbúninginn allt of langan, hún setur upp seríur í glugga í desember en skreytir jólatréð á Þorláksmessu, við undirleik jólakveðja Ríkisútvarpsins. „Almennt má segja að mér finnist smákökur, malt, appelsín og laufabrauð algjörlega nauðsynlegt í desember, að hitta fólk, baka og taka það rólega. Ég er hins vegar ekki mjög hlynnt jólastressi, vil hafa huggulegheit og kósí jólastemningu." Stefanía gefur, auk venjulegrar uppskriftar, uppskrift að heilsusamlegu tilbrigði við smákökurnar.Piparkökur með brjóstsykrix Myndatexti. Uppskriftin gefur um 100-120 piparkökur500 g hveiti280 g sykur2 tsk. natron3 tsk. kanill1 1/2 tsk. negull1 1/2 tsk. engifer1/2 tsk. pipar180 g smjör1 dl síróp1 dl sterkt kaffi (nescafé virkar vel)KóngabrjóstsykurÁvaxtabrjóstsykur Smjör mulið út í þurrefni og sírópi og kaffi bætt við. Hnoðað vel og deigið geymt í ísskáp yfir nótt, eða að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. Deigið breitt fremur þunnt út, skornar út viðeigandi piparkökur og skorið úr miðjunni á þeim sem á að setja mola í. Bakað við um 170 gráður og á blæstri (annars 190 gráður ef ekki blástur). Best hefur reynst að baka fyrst í um 3-4 mínútur, setja molann í miðjuna á gatinu sem skorið var út og baka áfram í um 3-4 mínútur í viðbót. Ef molinn er settur strax og bakaður með allan tímann koma loftbólur í „glerið" og það verður ekki eins fallegt."Heilsupiparkökutilbrigði“ Þær eru flottar og bragðgóðar piparkökurnar hennar Stefaníu sem hér er nýbúin að að taka einn skammt úr ofninum. Fréttablaðið /GVA 250 g fínmalað spelt 140 g fínmalaður hrásykur 1 tsk. natron 1 1/2 tsk. kanill 3/4 tsk. negull 3/4 tsk. engifer 1/4 tsk. pipar 90 g smjör tæplega 1/2 dl agavesíróp 1/2 dl sterkt kaffi Aðferðin er sú sama og hér á undan, það getur verið heldur snúnara að fletja þetta deig út. Eins og sést er þetta bara hálf uppskrift miðað við hina og hæfir sennilega betur ef ekki á að baka helling af piparkökum. Jólamatur Kökur og tertur Piparkökur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Loftkökur Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól
Stefanía Guðmundsdóttir bakar á hverju ári piparkökur sem eru bæði bragðgóðar og einkar fagrar. Hún deildi leyndarmálinu með lesendum jólablaðs Fréttablaðsins. Stefanía Guðmundsdóttur er mikið jólabarn og finnst tilheyra að baka til jólanna. „Ég baka fimm til sex sortir," segir Stefanía sem sér þó fram á heldur meiri bakstur í desember í ár en vanalega því að frumburðurinn Sigrún Helga verður eins árs á Þorláksmessu. Uppskriftin sem Stefanía deilir með lesendum er að piparkökum með brjóstsykri í sem líta fallega út, nánast eins og í þeim miðjum sé steint gler. Ekki svíkur bragðið, það er dásamlegt. Stefanía segir einfalt mál að baka kökurnar, lykillinn sé að baka piparkökurnar aðeins áður en brjóstsykurinn er settur í gatið, annars myndist í þeim loftbólur. En hvernig skyldi hugmyndin að kökunum góðu hafa komið til? „Vinkona mín var að tala um að strákurinn hennar hefði gert svona kökur í leikskólanum, þannig að ég tók mig til og prófaði og það gekk vel." Þó að jólin séu í uppáhaldi hjá Stefaníu er hún ekki á því að hafa undirbúninginn allt of langan, hún setur upp seríur í glugga í desember en skreytir jólatréð á Þorláksmessu, við undirleik jólakveðja Ríkisútvarpsins. „Almennt má segja að mér finnist smákökur, malt, appelsín og laufabrauð algjörlega nauðsynlegt í desember, að hitta fólk, baka og taka það rólega. Ég er hins vegar ekki mjög hlynnt jólastressi, vil hafa huggulegheit og kósí jólastemningu." Stefanía gefur, auk venjulegrar uppskriftar, uppskrift að heilsusamlegu tilbrigði við smákökurnar.Piparkökur með brjóstsykrix Myndatexti. Uppskriftin gefur um 100-120 piparkökur500 g hveiti280 g sykur2 tsk. natron3 tsk. kanill1 1/2 tsk. negull1 1/2 tsk. engifer1/2 tsk. pipar180 g smjör1 dl síróp1 dl sterkt kaffi (nescafé virkar vel)KóngabrjóstsykurÁvaxtabrjóstsykur Smjör mulið út í þurrefni og sírópi og kaffi bætt við. Hnoðað vel og deigið geymt í ísskáp yfir nótt, eða að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. Deigið breitt fremur þunnt út, skornar út viðeigandi piparkökur og skorið úr miðjunni á þeim sem á að setja mola í. Bakað við um 170 gráður og á blæstri (annars 190 gráður ef ekki blástur). Best hefur reynst að baka fyrst í um 3-4 mínútur, setja molann í miðjuna á gatinu sem skorið var út og baka áfram í um 3-4 mínútur í viðbót. Ef molinn er settur strax og bakaður með allan tímann koma loftbólur í „glerið" og það verður ekki eins fallegt."Heilsupiparkökutilbrigði“ Þær eru flottar og bragðgóðar piparkökurnar hennar Stefaníu sem hér er nýbúin að að taka einn skammt úr ofninum. Fréttablaðið /GVA 250 g fínmalað spelt 140 g fínmalaður hrásykur 1 tsk. natron 1 1/2 tsk. kanill 3/4 tsk. negull 3/4 tsk. engifer 1/4 tsk. pipar 90 g smjör tæplega 1/2 dl agavesíróp 1/2 dl sterkt kaffi Aðferðin er sú sama og hér á undan, það getur verið heldur snúnara að fletja þetta deig út. Eins og sést er þetta bara hálf uppskrift miðað við hina og hæfir sennilega betur ef ekki á að baka helling af piparkökum.
Jólamatur Kökur og tertur Piparkökur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Loftkökur Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól