Býður upp a mat í kvöld 24. desember 2004 00:01 Veitingamaðurinn Maggi sem rekur matsölustað í Grafarvogi segist tilbúinn að standa í uppvaski fram á nýja árið. Hann býður öllum þeim sem vilja eiga notalegt aðfangadagskvöld, á veitingastaðinn sinn Mangó í kvöld og skiptir út hamborgurum og pizzum fyrir hátíðarkvöldverð. Jólaundirbúningur var í fullum gangi á Mangó þegar fréttastofu bar að garði, rauðkálið snarkaði á hellunni, kjötið var tilbúið í ofninn og næst á dagskrá var að skreyta staðinn og skapa notalega jólastemmningu. Allir þeir sem annars hefðu þurft að vera einir í kvöld eru boðnir hjartanlega velkomnir og veitingamaðurinn Maggi vonast til að húsfyllir verði. Hann segist tilbúinn að taka á móti 200 til 250 manns. Hann segir hugmyndina komna frá konunni sinni og honum lítist bara vel á að halda öðruvísi jól. Hann segir að ef matinn þrjóti verði boðið upp á það sem til er, jafnvel pitsur eða hamborgara. Bayonneskinka og hangikjöt verður á matseðlinum í kvöld og fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafa hlaupið undir bagga til að gera aðfangadagskvöld á Mangó sem notalegast. Gestir fá jólagjöf og eplabökur að norðan. Jólatréð er frá nemendum í Hlíðarskóla og Hreyfill Bæjarleiðir ætlar að keyra fólk til og frá Mangó, sem er við Brekkuhús í Grafarvogi, því að kostnaðarlausu. Magnús segir fólk í Reykjavík hafa komið með pakka, kökur, áheit og boðist til þess að hjálpa til. Hann segir það í góðu lagi ef hann þurfi að vaska upp fram á nýja árið eftir allt fólkið. Jól Menning Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól Jólabær í ljósaskiptum Jól
Veitingamaðurinn Maggi sem rekur matsölustað í Grafarvogi segist tilbúinn að standa í uppvaski fram á nýja árið. Hann býður öllum þeim sem vilja eiga notalegt aðfangadagskvöld, á veitingastaðinn sinn Mangó í kvöld og skiptir út hamborgurum og pizzum fyrir hátíðarkvöldverð. Jólaundirbúningur var í fullum gangi á Mangó þegar fréttastofu bar að garði, rauðkálið snarkaði á hellunni, kjötið var tilbúið í ofninn og næst á dagskrá var að skreyta staðinn og skapa notalega jólastemmningu. Allir þeir sem annars hefðu þurft að vera einir í kvöld eru boðnir hjartanlega velkomnir og veitingamaðurinn Maggi vonast til að húsfyllir verði. Hann segist tilbúinn að taka á móti 200 til 250 manns. Hann segir hugmyndina komna frá konunni sinni og honum lítist bara vel á að halda öðruvísi jól. Hann segir að ef matinn þrjóti verði boðið upp á það sem til er, jafnvel pitsur eða hamborgara. Bayonneskinka og hangikjöt verður á matseðlinum í kvöld og fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafa hlaupið undir bagga til að gera aðfangadagskvöld á Mangó sem notalegast. Gestir fá jólagjöf og eplabökur að norðan. Jólatréð er frá nemendum í Hlíðarskóla og Hreyfill Bæjarleiðir ætlar að keyra fólk til og frá Mangó, sem er við Brekkuhús í Grafarvogi, því að kostnaðarlausu. Magnús segir fólk í Reykjavík hafa komið með pakka, kökur, áheit og boðist til þess að hjálpa til. Hann segir það í góðu lagi ef hann þurfi að vaska upp fram á nýja árið eftir allt fólkið.
Jól Menning Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól Jólabær í ljósaskiptum Jól