Sauber kynnti 2011 bílinn og mexíkanska ökumenn 31. janúar 2011 11:19 Sergio Perez, Peter Sauber og Kamui Kobayahsi á frumsýningunni Sauber í dag. Mynd: Sauber Sauber liðið frumsýndi í dag nýjan 2011 keppnisbíl sinn og einnig tvo nýja ökumenn liðsins sem báðir eru frá Mexíkó. Mexíkaninn Sergio Perez mun aka sem keppnisökumaður við hlið Japanans Kamui Kobayashi, en landi Perez frá Mexíkó, Esteban Gutiegraverrez verður þróunar og varaökumaður liðsins. Nýji Sauber bíllinn var sýndur í dag á braut sem heitir Ricardo Tormo og er skammt frá Valencia á Spáni, en fyrstu æfingar keppnisliða hefjast á morgun á Spáni. Peter Sauber eigandi Sauber liðsins var á staðnum, en liðið mun nota Ferrari vél í ár, rétt eins og í fyrra. "Við viljum bæta ná í stig í meistaramótinu á reglubundinn hátt og bæta stöðu okkar á stigalistanum frá fyrra tímabili. Við höfum endurskipulagt fyrirtækið og James Key tæknistjóri liðsins skilaði góðu verki í fyrra og hann hefur umsjón með þróuna Sauber C30 Ferrari bílsins. Á sama tíma höfum við náð að fjármagna fyrirtækið fyrir tímabilið og við erum stoltir af því á þessum erfiðu tímum efnahagslega séð", sagði Sauber í fréttatilkynningu frá liðinu. Perez, nýi keppnisökumaður liðsins er 21 árs gamall og varð í öðru sæti í stigamóti ökumanna í GP mótaröðinni í fyrra á eftir Pastor Maldonado, sem verður ökumaður Williams í ár. "Ég veit hve Formúlu 1 er vandasöm, bæði fyrir ökumenn og tæknilega séð. Ég þarf að læra margt og Kamui verður mitt viðmið. Mitt markmið er að taka stöðugum framförum. Ég fæ mikinn stuðnung frá heimalandi mínu og ég vil ekki valda vonbrigðum þar", sagði Perez um væntanlega þátttöku sína í Formúlu 1. Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sauber liðið frumsýndi í dag nýjan 2011 keppnisbíl sinn og einnig tvo nýja ökumenn liðsins sem báðir eru frá Mexíkó. Mexíkaninn Sergio Perez mun aka sem keppnisökumaður við hlið Japanans Kamui Kobayashi, en landi Perez frá Mexíkó, Esteban Gutiegraverrez verður þróunar og varaökumaður liðsins. Nýji Sauber bíllinn var sýndur í dag á braut sem heitir Ricardo Tormo og er skammt frá Valencia á Spáni, en fyrstu æfingar keppnisliða hefjast á morgun á Spáni. Peter Sauber eigandi Sauber liðsins var á staðnum, en liðið mun nota Ferrari vél í ár, rétt eins og í fyrra. "Við viljum bæta ná í stig í meistaramótinu á reglubundinn hátt og bæta stöðu okkar á stigalistanum frá fyrra tímabili. Við höfum endurskipulagt fyrirtækið og James Key tæknistjóri liðsins skilaði góðu verki í fyrra og hann hefur umsjón með þróuna Sauber C30 Ferrari bílsins. Á sama tíma höfum við náð að fjármagna fyrirtækið fyrir tímabilið og við erum stoltir af því á þessum erfiðu tímum efnahagslega séð", sagði Sauber í fréttatilkynningu frá liðinu. Perez, nýi keppnisökumaður liðsins er 21 árs gamall og varð í öðru sæti í stigamóti ökumanna í GP mótaröðinni í fyrra á eftir Pastor Maldonado, sem verður ökumaður Williams í ár. "Ég veit hve Formúlu 1 er vandasöm, bæði fyrir ökumenn og tæknilega séð. Ég þarf að læra margt og Kamui verður mitt viðmið. Mitt markmið er að taka stöðugum framförum. Ég fæ mikinn stuðnung frá heimalandi mínu og ég vil ekki valda vonbrigðum þar", sagði Perez um væntanlega þátttöku sína í Formúlu 1.
Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira