Kubica haldið sofandi næstu 24 tíma 7. febrúar 2011 13:39 Frá staðnum sem óhappið varð í gær. Kubica ók á vegrið sem stakkst inn í bílinn og skaðaði hann. Mynd: AP Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni í gær og verður haldið sofandi næstu 24 tíma, eftir að hafa verið vakinn upp í morgun til að kanna stöðu hans. Í fréttatilkynningu frá Lotus Renault sem var send um hádegisbilið segir að Kubica hafi rætt við ættingja sína í morgun. Hann gat hreyft fingur hægri handar, en hann var í sjö tíma aðgerð í gær vegna meiðsla sinna. Þurfi að sinna hægri hönd hans sérstaklega, en hún brotnaði illa. Vegrið skarst inn í bíl hans og skaðaði hægri hlið líkama hans. Kubica fótbrotnaði einnig og meiddist á olnboga og öxl. Igor Rosello, sem hafði umsjón með aðgerðinni í gær segir að ekki hafi borið á sýkingu eða bólgum í framhandlegg Kubica í morgun og það sé góðs viti. Rosello segir að nokkrir daga muni líða áður en vitað er hvort aðgerðin í gær hafi heppnast fullkomlega. "Það var fyrst og fremst málið að halda höndinni lifandi og við náðum því markmiði. Höndin er heit og ekki bólginn. Við náðum að tengja slitnar taugar í höndinni og hún er eins og er í góðu ástandi. Hann gat hreyft fingurna lítillega sem er góðs viti, en í augnablikinu er erfitt að spá fyrir um framhaldið", sagði Rosello um ástand Kubica. Kubica verður haldið sofandi næstu 24 tíma og möguleiki er á að hann þurfi að fara í fleiri aðgerðir, vegna annarra meiðsla sem hann hlaut í óhappinu. Sjá meira um mál Kubica Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni í gær og verður haldið sofandi næstu 24 tíma, eftir að hafa verið vakinn upp í morgun til að kanna stöðu hans. Í fréttatilkynningu frá Lotus Renault sem var send um hádegisbilið segir að Kubica hafi rætt við ættingja sína í morgun. Hann gat hreyft fingur hægri handar, en hann var í sjö tíma aðgerð í gær vegna meiðsla sinna. Þurfi að sinna hægri hönd hans sérstaklega, en hún brotnaði illa. Vegrið skarst inn í bíl hans og skaðaði hægri hlið líkama hans. Kubica fótbrotnaði einnig og meiddist á olnboga og öxl. Igor Rosello, sem hafði umsjón með aðgerðinni í gær segir að ekki hafi borið á sýkingu eða bólgum í framhandlegg Kubica í morgun og það sé góðs viti. Rosello segir að nokkrir daga muni líða áður en vitað er hvort aðgerðin í gær hafi heppnast fullkomlega. "Það var fyrst og fremst málið að halda höndinni lifandi og við náðum því markmiði. Höndin er heit og ekki bólginn. Við náðum að tengja slitnar taugar í höndinni og hún er eins og er í góðu ástandi. Hann gat hreyft fingurna lítillega sem er góðs viti, en í augnablikinu er erfitt að spá fyrir um framhaldið", sagði Rosello um ástand Kubica. Kubica verður haldið sofandi næstu 24 tíma og möguleiki er á að hann þurfi að fara í fleiri aðgerðir, vegna annarra meiðsla sem hann hlaut í óhappinu. Sjá meira um mál Kubica
Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira