Sport

Reiðir miðaeigendur kæra Jerry Jones

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi fékk miða en óvíst er hvort hann fékk sæti.
Þessi fékk miða en óvíst er hvort hann fékk sæti.

Hópur fólks sem átti miða á Super Bowl-leikinn í Dallas hefur kært Dallas Cowboys og eiganda félagsins, Jerry Jones, fyrir blekkingar. Hundruðir manna sem keyptu miða fengu ekki sæti á leiknum sjálfum.

Það var tilkynnt nokkrum klukkutímum fyrir leik að 1.250 bráðabirðgasæti væru ekki örugg. Engu að síður tókst að redda 850 nýjum stólum en 400 miðahafar urðu að gera sér að góðu að horfa á leikinn í sjónvarpi.

NFL hefur boðið sátt í málinu fyrir hönd Cowboys. Fyrsti kostur er miði á leikinn á næsta ári sem og greiðsla upp á 2.400 dollara sem er þrisvar sinnum meira en viðkomandu greiddi fyrir upprunalega miðann.

Hinn möguleikinn er miði á einhvern Super Bowl í framtíðinni ásamt flugfari og hóteli. Líklegt er talið að flestir muni ganga að þessu tilboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×