Sport

Manning kom Colts í úrslitakeppnina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tom Brady og félgar í Patriots eru líklegir til afreka í ár.
Tom Brady og félgar í Patriots eru líklegir til afreka í ár.

Deildarkeppni NFL-deildarinnar lauk í nótt og því er ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina að þessu sinni.

Í Ameríkudeildinni unnu New England Patriots, Pittsburgh Steelers, Indianapolis Colts og Kansas City Chiefs sína riðla. NY Jets og Baltimore Ravens tóku hin svokölluðu "Wild Card" sæti og verða því með í úrslitakeppninni.

Patriots var með besta árangurinn í Ameríkudeildinni og mun því spila alla sína leiki á heimavelli.

Mikil óvissa var um hvort Peyton Manning kæmi Colts í úrslitakeppnina níunda árið í röð en Colts vann flottan sigur í nótt og komst áfram. Liðið hefur verið afar laskað í vetur og þykir það vera mikið afrek hjá Manning að koma þessu liði inn í úrslitakeppnina. Þar sem liðið er komið þangað vill enginn mæta því.





Peyton Manning fagnar í nótt.

Í Þjóðardeildinni unnu Philadelphia Eagles, Chicago Bears, Atlanta Falcons og Seattle Seahawks sína riðla. Green Bay Packers og New Orleans Saints tóku "Wild Card" sætin. Atlanta var með bestan árangur í Þjóðardeildinni og verður því alltaf á heimavelli.

Stórlið eins og NY Giants, Dallas Cowboys og Minnesota sátu eftir með sárt ennið að þessu sinni.

Búið er að raða upp leikjunum í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar og lítur dagskráin svona út.

Wild Card-helgin (8. og 9. janúar):

Seattle Seahawks-New Orleans

Indianapolis Colts-NY Jets

Kansas City Chiefs-Baltimore Ravens

Philadelphia Eagles-Green Bay Packers

2. umferð (15. og 16. janúar):

Pittsburgh Steelers - Indianapolis/Kansas/Baltimore

Atlanta Falcons - Seattle/New Orleans/Green Bay

Chicago Bears - Philadelphia/Seattle/New Orleans

New England Patriots - Kansas/Baltimore/NY Jets






Fleiri fréttir

Sjá meira


×