Menning

Kristín Ómarsdóttir les upp í Nýló

Kristín ómarsdóttir gefur út nýja bók sem inniheldur smásögur, ljóð og teikningar.
Kristín ómarsdóttir gefur út nýja bók sem inniheldur smásögur, ljóð og teikningar. Fréttablaðið/GVA
Kristín Ómarsdóttir les upp úr nýrri bók sinni, Við tilheyrum öll sama myrkrinu, í Nýlistasafninu á morgun.

Bókin, sem ber undirtitilinn Af vináttu; Marilyn Monroe og Greta Garbo, kemur í verslanir í dag. Hún inniheldur sex smásögur, eitt ljóð og 22 blýants- og vatnslitateikningar. Forlagið Stella gefur bókina út.

Upplestur Kristínar í Nýlistasafninu hefst klukkan 17 og verður bókin seld á sérverði við þetta tækifæri. Kristín Ómarsdóttir er í hópi framsæknustu rithöfunda hér á landi og verið afkastamikil á sviði skáldskapar, ljóðagerðar og leikritunar. Síðasta skáldverk hennar, Hjá brúnni, kom út á vegum Uppheima fyrir tveimur árum.

Nú stendur yfir jólabasar í Nýlistasafninu þar sem tækifæri gefst til að kaupa myndlist beint af listamönnum. Basarinn er hluti af sýningu Helga Þórssonar í safninu, en þar eru málverk, teikningar, vefnaður, bókverk, brúður og margt forvitnilegt í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.