Telja ekki þörf á að herða reglur um niðurhal af netinu 19. desember 2011 11:00 Þriðjungur fólks sextán ára og eldra hefur hlaðið niður höfundarréttarvörðu efni í gegnum netið, og um 70 prósent karla á aldrinum 16 til 24 ára.Fréttablaðið/Valli Um þriðjungur fólks sextán ára og eldra hefur sótt tónlist, kvikmyndir eða annað höfundarréttarvarið efni í gegnum netið samkvæmt svissneskri rannsókn. Talsmaður rétthafa á Íslandi telur hlutfallið svipað hér á landi. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall ógnar niðurhal á tónlist og kvikmyndum ekki svissnesku menningarlífi að mati nefndar sem svissneska þingið fékk til að rannsaka áhrif niðurhals. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta lögum um netnotkun til að bregðast við ólöglegu niðurhali. Þar getur almenningur hlaðið niður höfundarréttarvörðu efni til persónulegra nota, en ólöglegt er að dreifa því frekar. Almenningur eyðir svipuðum upphæðum í afþreyingu þó niðurhal hafi aukist samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar. Þeir sem spari með því að hlaða niður tónlist eða kvikmyndum á netinu eyði peningum í tónleikamiða eða ferðir í kvikmyndahús. „Við erum ósammála þessum niðurstöðum nefndarinnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS). Hann segir að hlutfall þeirra sem hlaði niður ólöglega sé trúlega svipað hér og í Sviss, en hlutfallið sé mun hærra hjá ákveðnum hópum. Til dæmis sýni rannsókn SMÁÍS að um 70 prósent karla á aldrinum 16 til 24 ára sækja höfundarréttarvarið efni á netið. Snæbjörn segir rannsóknir sem gerðar hafi verið hér á landi sýna að þeir sem hlaði niður efni hefðu í nærri fimmtungi tilvika keypt það. Tap þeirra sem framleiði slíkt efni sé því verulegt. Þrátt fyrir þetta gengur plötusala og sala á tónlist í gegnum netið vel hér á landi. Nýlega bárust fréttir af því að sala á geislaplötum sé um 29 prósentum meiri en í fyrra. Sala á tónlist í gegnum netið hefur einnig aukist. „Það stefnir í algert metár,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vefsins Tónlist.is. Hann segir að sala hjá vefversluninni hafi aukist um 30 prósent milli ára, og þó hafi síðasta ár verið metár. Mikill munur er á sölu á tónlist eftir því hvort tónlistarmennirnir eru íslenskir eða erlendir. Engilbert segir að um 70 prósent af þeirri tónlist sem keypt sé í gegnum vefsíðuna sé íslensk. Svo virðist sem neytendur kjósi að kaupa íslenskt efni, en séu líklegri til að sækja erlent efni með ólöglegum hætti. Snæbjörn segir það fagnaðarefni að Íslendingar kaupi svo mikið af innlendu efni, en hjá því verði ekki litið að sala á erlendri tónlist sé í litlu samræmi við áhuga almennings á henni. Hann segir sláandi mun á sölutölum á íslenskri og erlendri tónlist, og sá munur sé svo mikill að hann verði ekki skýrður með sölu í gegnum erlendar vefverslanir á borð við Amazon. brjann@frettabladid.is Tækni Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Um þriðjungur fólks sextán ára og eldra hefur sótt tónlist, kvikmyndir eða annað höfundarréttarvarið efni í gegnum netið samkvæmt svissneskri rannsókn. Talsmaður rétthafa á Íslandi telur hlutfallið svipað hér á landi. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall ógnar niðurhal á tónlist og kvikmyndum ekki svissnesku menningarlífi að mati nefndar sem svissneska þingið fékk til að rannsaka áhrif niðurhals. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta lögum um netnotkun til að bregðast við ólöglegu niðurhali. Þar getur almenningur hlaðið niður höfundarréttarvörðu efni til persónulegra nota, en ólöglegt er að dreifa því frekar. Almenningur eyðir svipuðum upphæðum í afþreyingu þó niðurhal hafi aukist samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar. Þeir sem spari með því að hlaða niður tónlist eða kvikmyndum á netinu eyði peningum í tónleikamiða eða ferðir í kvikmyndahús. „Við erum ósammála þessum niðurstöðum nefndarinnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS). Hann segir að hlutfall þeirra sem hlaði niður ólöglega sé trúlega svipað hér og í Sviss, en hlutfallið sé mun hærra hjá ákveðnum hópum. Til dæmis sýni rannsókn SMÁÍS að um 70 prósent karla á aldrinum 16 til 24 ára sækja höfundarréttarvarið efni á netið. Snæbjörn segir rannsóknir sem gerðar hafi verið hér á landi sýna að þeir sem hlaði niður efni hefðu í nærri fimmtungi tilvika keypt það. Tap þeirra sem framleiði slíkt efni sé því verulegt. Þrátt fyrir þetta gengur plötusala og sala á tónlist í gegnum netið vel hér á landi. Nýlega bárust fréttir af því að sala á geislaplötum sé um 29 prósentum meiri en í fyrra. Sala á tónlist í gegnum netið hefur einnig aukist. „Það stefnir í algert metár,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vefsins Tónlist.is. Hann segir að sala hjá vefversluninni hafi aukist um 30 prósent milli ára, og þó hafi síðasta ár verið metár. Mikill munur er á sölu á tónlist eftir því hvort tónlistarmennirnir eru íslenskir eða erlendir. Engilbert segir að um 70 prósent af þeirri tónlist sem keypt sé í gegnum vefsíðuna sé íslensk. Svo virðist sem neytendur kjósi að kaupa íslenskt efni, en séu líklegri til að sækja erlent efni með ólöglegum hætti. Snæbjörn segir það fagnaðarefni að Íslendingar kaupi svo mikið af innlendu efni, en hjá því verði ekki litið að sala á erlendri tónlist sé í litlu samræmi við áhuga almennings á henni. Hann segir sláandi mun á sölutölum á íslenskri og erlendri tónlist, og sá munur sé svo mikill að hann verði ekki skýrður með sölu í gegnum erlendar vefverslanir á borð við Amazon. brjann@frettabladid.is
Tækni Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira