Erfitt fyrir þá ensku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2011 06:30 Mun Kolbeinn Sigþórsson ná sér fyrir leikinn á Old Trafford? Mynd/Nordic Photos/Getty Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda andstæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu annars vegar og 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stórlið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistaradeildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslitunum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af öxlameiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir Tony Pulis og hans menn. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. AZ dróst gegn Anderlecht frá Belgíu í 32-liða úrslitunum og ef Jóhann Berg og félagar komast áfram mæta þeir mögulega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má nefna að Evrópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálfsagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður" frá Þýskalandi, FC Bayern München. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda andstæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu annars vegar og 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stórlið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistaradeildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslitunum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af öxlameiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir Tony Pulis og hans menn. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. AZ dróst gegn Anderlecht frá Belgíu í 32-liða úrslitunum og ef Jóhann Berg og félagar komast áfram mæta þeir mögulega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má nefna að Evrópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálfsagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður" frá Þýskalandi, FC Bayern München.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira