Lífið heldur áfram þótt við dettum út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2011 07:00 7. desember 2005 Wayne Rooney getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap á móti Benfica í Lissabon sem kostaði Manchester United sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2005-2006. Nordicphotos/getty Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, nágrannarnir í Manchester City og Manchester United, eiga það á hættu að spila sinn síðasta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu í kvöld og komast því ekki áfram í sextán liða úrslitin. Úrslitin ráðast þá í riðlum A til D, en fjögur af átta sætum eru enn laus. Bayern München, Inter Milan, Benfica og Real Madrid eru þegar komin áfram og öll nema portúgalska liðið hafa unnið sinn riðil. Auðveldi riðillinn hjá Manchester United hefur reynst aðeins erfiðari en menn spáðu fyrir þegar liðin komu upp úr pottinum í haust. Benfica tryggði sig áfram með 2-2 jafntefli á Old Trafford í síðustu umferð, sem þýðir að Basel og United spila úrslitaleik um hitt sætið á St. Jakob-Park í Basel í kvöld. Manchester-menn eru stigi á undan Svisslendingunum og nægir því jafntefli í leiknum. „Eina forskotið sem við höfum fyrir þennan leik er að Basel verður að vinna og þarf því að spila til sigurs," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Javier Hernández og Dimitar Berbatov eru báðir frá vegna ökklameiðsla og Ferguson mun treysta á Wayne Rooney og Danny Welbeck í framlínunni þótt sá síðarnefndi sé að koma til baka eftir meiðsli. Manchester United hefur aðeins þrisvar sinnum setið eftir í sínum riðli í sögu Meistaradeildarinnar og það gerðist síðast tímabilið 2005-2006, þegar tap á útivelli á móti Benfica þýddi að liðið endaði í fjórða og síðasta sæti síns riðils. Sá leikur fór fram fyrir nákvæmlega sex árum, hinn 7. desember 2005. Ensku meistararnir hafa ekki verið allt of sannfærandi síðustu vikur og því eru stuðningsmenn liðsins langt frá því að vera vissir um að komast áfram á útivelli á móti liði sem skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum í leik liðanna á Old Trafford. Möguleikar Manchester City eru hins vegar langt frá því að vera eins góðir og hjá nágrönnunum. City tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Napoli í síðustu umferð og þarf því bæði að vinna topplið Bayern München og treysta á að að botnlið Villarreal taki stig af Napoli, sem er með stigi meira en City og betri árangur í innbyrðisleikjum. „Lífið heldur áfram þótt við dettum út úr Meistaradeildinni. Við munum þá bara spila í Evrópudeildinni og reyna að vinna hana. Við gerðum nokkur mistök í þessum riðli og þá geta svona hlutir gerst," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City. „Við viljum ekki gefa neinar jólagjafir. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart Napoli, fyrir utan það að 800 þúsund evrur eru ágætur jólabónus. Við þurfum á peningunum að halda en Manchester hefur sinn eigin sjeik," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, og það voru fleiri að skjóta á City-liðið. „Það verður gott fyrir Meistaradeildina ef City dettur út. Fótboltinn er leikur þar sem menn þurfa alltaf að vera að sanna sig," sagði Thomas Müller, framherji Bayern. Ajax nægir stig á heimavelli á móti Real Madrid til að komast áfram en fer líka áfram með tapi ef Lyon tekst ekki að vinna upp 7 mörk á hollenska liðið. Liðin eru jöfn innbyrðis en á sama tíma og markatala Ajax er +3 (6-3) er markatala franska liðsins -4 (2-6). Inter Milan er komið áfram í B-riðli en öll hin þrjú lið riðilsins eiga enn möguleika á að fylgja þeim. Trabzonspor er með stigi meira en Lille og CSKA Moskva. Lille tekur á móti Trabzonspor og bæði lið fara áfram með sigri. CSKA Moskva verður að vinna Inter og treysta á að Lille og Trabzonspor geri jafntefli. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, nágrannarnir í Manchester City og Manchester United, eiga það á hættu að spila sinn síðasta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu í kvöld og komast því ekki áfram í sextán liða úrslitin. Úrslitin ráðast þá í riðlum A til D, en fjögur af átta sætum eru enn laus. Bayern München, Inter Milan, Benfica og Real Madrid eru þegar komin áfram og öll nema portúgalska liðið hafa unnið sinn riðil. Auðveldi riðillinn hjá Manchester United hefur reynst aðeins erfiðari en menn spáðu fyrir þegar liðin komu upp úr pottinum í haust. Benfica tryggði sig áfram með 2-2 jafntefli á Old Trafford í síðustu umferð, sem þýðir að Basel og United spila úrslitaleik um hitt sætið á St. Jakob-Park í Basel í kvöld. Manchester-menn eru stigi á undan Svisslendingunum og nægir því jafntefli í leiknum. „Eina forskotið sem við höfum fyrir þennan leik er að Basel verður að vinna og þarf því að spila til sigurs," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Javier Hernández og Dimitar Berbatov eru báðir frá vegna ökklameiðsla og Ferguson mun treysta á Wayne Rooney og Danny Welbeck í framlínunni þótt sá síðarnefndi sé að koma til baka eftir meiðsli. Manchester United hefur aðeins þrisvar sinnum setið eftir í sínum riðli í sögu Meistaradeildarinnar og það gerðist síðast tímabilið 2005-2006, þegar tap á útivelli á móti Benfica þýddi að liðið endaði í fjórða og síðasta sæti síns riðils. Sá leikur fór fram fyrir nákvæmlega sex árum, hinn 7. desember 2005. Ensku meistararnir hafa ekki verið allt of sannfærandi síðustu vikur og því eru stuðningsmenn liðsins langt frá því að vera vissir um að komast áfram á útivelli á móti liði sem skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum í leik liðanna á Old Trafford. Möguleikar Manchester City eru hins vegar langt frá því að vera eins góðir og hjá nágrönnunum. City tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Napoli í síðustu umferð og þarf því bæði að vinna topplið Bayern München og treysta á að að botnlið Villarreal taki stig af Napoli, sem er með stigi meira en City og betri árangur í innbyrðisleikjum. „Lífið heldur áfram þótt við dettum út úr Meistaradeildinni. Við munum þá bara spila í Evrópudeildinni og reyna að vinna hana. Við gerðum nokkur mistök í þessum riðli og þá geta svona hlutir gerst," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City. „Við viljum ekki gefa neinar jólagjafir. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart Napoli, fyrir utan það að 800 þúsund evrur eru ágætur jólabónus. Við þurfum á peningunum að halda en Manchester hefur sinn eigin sjeik," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, og það voru fleiri að skjóta á City-liðið. „Það verður gott fyrir Meistaradeildina ef City dettur út. Fótboltinn er leikur þar sem menn þurfa alltaf að vera að sanna sig," sagði Thomas Müller, framherji Bayern. Ajax nægir stig á heimavelli á móti Real Madrid til að komast áfram en fer líka áfram með tapi ef Lyon tekst ekki að vinna upp 7 mörk á hollenska liðið. Liðin eru jöfn innbyrðis en á sama tíma og markatala Ajax er +3 (6-3) er markatala franska liðsins -4 (2-6). Inter Milan er komið áfram í B-riðli en öll hin þrjú lið riðilsins eiga enn möguleika á að fylgja þeim. Trabzonspor er með stigi meira en Lille og CSKA Moskva. Lille tekur á móti Trabzonspor og bæði lið fara áfram með sigri. CSKA Moskva verður að vinna Inter og treysta á að Lille og Trabzonspor geri jafntefli.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira