Ég held að það blundi illska í öllum 13. nóvember 2011 08:00 Ármann Jakobsson. Fréttablaðið/Stefán Glæsir eftir Ármann Jakobsson er ein umtalaðasta skáldsaga haustsins og hefur höfundinum verið hrósað í hástert fyrir frumleg efnistök og frásagnaraðferð. Sjálfur gefur hann lítið fyrir hugmyndina um frumleika en telur aftur á móti að það sem er satt um tíundu öld sé líka satt um okkar tíma. Skáldsagan Glæsir sækir efnivið sinni í Eyrbyggju. Sagan er sögð frá sjónarhóli Þórólfs bægifóts, sem eftir dauða sinn verður draugur sem tekur sér bólfestu í nautinu Glæsi. Dagana langa harmar hann hlutskipti sitt, hugsar samferðarmönnum sínum þegjandi þörfina og hyggur á hefndir. Ármann er dósent í íslenskum bókmenntum fyrri alda og þekkir Eyrbyggju vel, enda las hann hana á barnsaldri. Hann segir þann lestur þó ekki hafa verið kveikjuna að bókinni. „Allar sögur sem maður hefur heyrt lifa með manni en það var ekki þannig að ég fyndi hjá mér þörf til að endurskrifa Eyrbyggju. Alls ekki. Mér fannst Bægifóturinn áhugaverður og sagan kemur til af einlægum áhuga á draugum og illsku mannanna. Þar er efni í þessari sögu, sem mér fannst sjálfsagt að nota til handagagns. Höfundur getur annað hvort fundið upp sögufléttur eða tekið þær traustataki, mér hentar að gera hið síðarnefnda, taka sögufléttur úr umhverfinu og vinna með þær. En kannski gerir höfundur sem skáldar upp fléttu hið sama þegar betur er að gáð. Í rauninni held ég að frumleiki sé varla til heldur aðeins misaugljós þjófnaður. Ég kýs að hafa þjófnaðinn allan á yfirborðinu þannig allir sjái hvaða efnivið ég nota og hvernig. Allir höfundar sem nota eldra efni eru að endursemja það í einhverjum skilningi, draga eitthvað fram sem ekki var í eldri textanum. Ég lagði upp með drauginn, ekki með Eyrbyggju, það sögusvið blandaðist inn í vegna þess að ég þekkti það.“ Að segja söguna frá sjónarhóli manns sem er jafnframt naut er harla óvenjuleg frásagnaraðferð. Ármann segir að frá sínum bæjardyrum hafi hún svo gott sem blasað við. „Í Eyrbyggju er hvergi sagt berum orðum að Glæsir sé Þórólfur bægifótur afturgenginn, en það er gefið svo skýrt í skyn að það hlýtur að vera. Að því leyti er túlkun mín hefðbundin, mér finnst augljóst að Glæsir sé á einhvern hátt andi Þórólfs og tek það bókstaflega.“ Einelti í ÍslendingasögumÝmislegt í bókinni má heimfæra á okkar tíma; valdabrölt, ójöfnuð og meinfýsni í garð náungans. Ármann kveðst þó ekki hafa verið hugsað sérstaklega til nútímans þegar hann skrifaði söguna; hann álítur einfaldlega að margt sem var satt um 10. öldina sé jafn satt um nútímann. ?Samfélög hafa lengst af verið ójafnaðarsamfélög og eru það enn. Á hinn bóginn er ég kannski að taka stöðu gegn rómantískum hugmyndum um jafnaðarsamfélag hér á þjóðveldistímanum. Þetta er goðsögn sem fáir trúa lengur á nema þeir sem ekki þekkja til, en þeir eru reyndar ansi margir. Afstaðan í þessari sögu er sú að þetta hafi verið algjörlega lagskipt samfélag. Inn í þetta fléttast leikur höfundarins með viðurnefni. Söguhetjan Þórólfur hlýtur örkuml á fæti tiltölulega ungur og uppsker viðurnefnið bægifótur fyrir vikið, sér til talsverðrar armæðu. ?Auknefni Íslendingasagna eru auðvitað vel þekkt en furðu fáum dettur í hug að tengja þau við einelti,? segir Ármann. ?Þó blasir við þegar maður skoðar þetta nánar að mörg þessara viðurnefna eru fundin upp viðkomandi til háðungar. Það gildir bæði um Íslendingasögurnar og smáþorp á 20. öld, þar sem fólk fær auknefni sem það er ekkert endilega þakklátt fyrir. Einhverra hluta vegna hefur fólk stundum rómantíska og sjarmerandi mynd af þessu. Fyrir nokkrum árum kom til dæmis út bók um viðurnefni í Vestmannaeyjum. Glæsir er allt eins tilbrigði við þá bók og Eyrbyggju, því hér er því eiginlega andæft að þetta sé saklaust grín.? Hvernig verður fólk illt?Annað leiðarstef í bókinni er illskan. Glæsir er heltekinn af hatri og hefndarþrá. ?Ég er með sögumann sem er í rauninni illur; djöfull eða demon einhvers konar. Þá hlýtur maður að takast á við það einhvern veginn, hvernig verður fólk illt? Ég reyndi að forðast einfaldar skýringar á því en auðvitað geta lesendur séð eitthvað úr því að hann á tiltölulega óhamingjusama æsku og verður hann fyrir fötlun á unga aldri, sem hefur sín sálrænu áhrif. Þá nær hann aldrei að lifa hamingjusömu fjölskyldulífi. Ég reyni að setja fram vísbendingar um hvað veldur þessri illsku en í rauninni er ekkert af þessu fullnægjandi skýring. Illskan einfaldlega kemur og nær smám saman tökum á honum. Ég held að það blundi illska í öllum og það sé ástæðan fyrir því að fólk getur lesið bók sem er skrifuð frá sjónarhóli manns sem er illur; það tengir sig við hana á einhvern hátt. Í þessu tilviki nær illskan algjörlega tökum á persónunni og mér sýnist helst orsökin vera hversu sjálfhverfur maðurinn er. Í raun og veru nálgast hann öll mál frá eigin hlið og er blindur á annarra sjónarmið.? Er dálítið eins og kvenrithöfundurÁrmann er fæddur 1970. Hann lauk doktorsprófi í miðaldabókmenntum 2003 og hefur ritað allmörg fræðirit og greinar. Fyrir þremur árum söðlaði hann hins vegar um og gaf út sína fyrstu skáldsögu, Vonarstræti. Ármann segir það hafa verið sér eðlilegt að fikra sig yfir í skáldskap. ?Sá sem hefur áhuga á bókmenntum hefur áhuga á þeim frá ýmsum hliðum. Mig hefur lengi langað skrifa skáldsögur en var seinn að gefa út og er að því leyti dálítið eins og kvenrithöfundar. Karlrithöfundar byrja oftar en ekki snemma að gefa út, kannski 25 ára, en kvenrithöfundur byrjar stundum ekki fyrr en undir fertugt. Oft byrja kvenrithöfundar nokkuð sterkt því þeir hafa ekki gefið út allar slöku bækurnar frá æskuárunum. Að því leyti er ég dálítið eins og kvenrithöfundar og þá einkum fyrri áratuga, frekar en þeirra seinustu, að því leyti að ég fór ekkert að huga að útgáfu fyrr en ég var orðinn nokkuð öruggur með mig. Manni sýnist stundum að sumir höfundar byrji á því að hugsa um sig sem skáld og ákveða svo að skrifa eitthvað. Hjá mér og gömlu kvenrithöfundunum er þetta öfugt, við erum sein að hugsa um okkur sem skáld og byrjum að skrifa seint og síðar meir. Draumurinn verður ekki kæfður.? Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Glæsir eftir Ármann Jakobsson er ein umtalaðasta skáldsaga haustsins og hefur höfundinum verið hrósað í hástert fyrir frumleg efnistök og frásagnaraðferð. Sjálfur gefur hann lítið fyrir hugmyndina um frumleika en telur aftur á móti að það sem er satt um tíundu öld sé líka satt um okkar tíma. Skáldsagan Glæsir sækir efnivið sinni í Eyrbyggju. Sagan er sögð frá sjónarhóli Þórólfs bægifóts, sem eftir dauða sinn verður draugur sem tekur sér bólfestu í nautinu Glæsi. Dagana langa harmar hann hlutskipti sitt, hugsar samferðarmönnum sínum þegjandi þörfina og hyggur á hefndir. Ármann er dósent í íslenskum bókmenntum fyrri alda og þekkir Eyrbyggju vel, enda las hann hana á barnsaldri. Hann segir þann lestur þó ekki hafa verið kveikjuna að bókinni. „Allar sögur sem maður hefur heyrt lifa með manni en það var ekki þannig að ég fyndi hjá mér þörf til að endurskrifa Eyrbyggju. Alls ekki. Mér fannst Bægifóturinn áhugaverður og sagan kemur til af einlægum áhuga á draugum og illsku mannanna. Þar er efni í þessari sögu, sem mér fannst sjálfsagt að nota til handagagns. Höfundur getur annað hvort fundið upp sögufléttur eða tekið þær traustataki, mér hentar að gera hið síðarnefnda, taka sögufléttur úr umhverfinu og vinna með þær. En kannski gerir höfundur sem skáldar upp fléttu hið sama þegar betur er að gáð. Í rauninni held ég að frumleiki sé varla til heldur aðeins misaugljós þjófnaður. Ég kýs að hafa þjófnaðinn allan á yfirborðinu þannig allir sjái hvaða efnivið ég nota og hvernig. Allir höfundar sem nota eldra efni eru að endursemja það í einhverjum skilningi, draga eitthvað fram sem ekki var í eldri textanum. Ég lagði upp með drauginn, ekki með Eyrbyggju, það sögusvið blandaðist inn í vegna þess að ég þekkti það.“ Að segja söguna frá sjónarhóli manns sem er jafnframt naut er harla óvenjuleg frásagnaraðferð. Ármann segir að frá sínum bæjardyrum hafi hún svo gott sem blasað við. „Í Eyrbyggju er hvergi sagt berum orðum að Glæsir sé Þórólfur bægifótur afturgenginn, en það er gefið svo skýrt í skyn að það hlýtur að vera. Að því leyti er túlkun mín hefðbundin, mér finnst augljóst að Glæsir sé á einhvern hátt andi Þórólfs og tek það bókstaflega.“ Einelti í ÍslendingasögumÝmislegt í bókinni má heimfæra á okkar tíma; valdabrölt, ójöfnuð og meinfýsni í garð náungans. Ármann kveðst þó ekki hafa verið hugsað sérstaklega til nútímans þegar hann skrifaði söguna; hann álítur einfaldlega að margt sem var satt um 10. öldina sé jafn satt um nútímann. ?Samfélög hafa lengst af verið ójafnaðarsamfélög og eru það enn. Á hinn bóginn er ég kannski að taka stöðu gegn rómantískum hugmyndum um jafnaðarsamfélag hér á þjóðveldistímanum. Þetta er goðsögn sem fáir trúa lengur á nema þeir sem ekki þekkja til, en þeir eru reyndar ansi margir. Afstaðan í þessari sögu er sú að þetta hafi verið algjörlega lagskipt samfélag. Inn í þetta fléttast leikur höfundarins með viðurnefni. Söguhetjan Þórólfur hlýtur örkuml á fæti tiltölulega ungur og uppsker viðurnefnið bægifótur fyrir vikið, sér til talsverðrar armæðu. ?Auknefni Íslendingasagna eru auðvitað vel þekkt en furðu fáum dettur í hug að tengja þau við einelti,? segir Ármann. ?Þó blasir við þegar maður skoðar þetta nánar að mörg þessara viðurnefna eru fundin upp viðkomandi til háðungar. Það gildir bæði um Íslendingasögurnar og smáþorp á 20. öld, þar sem fólk fær auknefni sem það er ekkert endilega þakklátt fyrir. Einhverra hluta vegna hefur fólk stundum rómantíska og sjarmerandi mynd af þessu. Fyrir nokkrum árum kom til dæmis út bók um viðurnefni í Vestmannaeyjum. Glæsir er allt eins tilbrigði við þá bók og Eyrbyggju, því hér er því eiginlega andæft að þetta sé saklaust grín.? Hvernig verður fólk illt?Annað leiðarstef í bókinni er illskan. Glæsir er heltekinn af hatri og hefndarþrá. ?Ég er með sögumann sem er í rauninni illur; djöfull eða demon einhvers konar. Þá hlýtur maður að takast á við það einhvern veginn, hvernig verður fólk illt? Ég reyndi að forðast einfaldar skýringar á því en auðvitað geta lesendur séð eitthvað úr því að hann á tiltölulega óhamingjusama æsku og verður hann fyrir fötlun á unga aldri, sem hefur sín sálrænu áhrif. Þá nær hann aldrei að lifa hamingjusömu fjölskyldulífi. Ég reyni að setja fram vísbendingar um hvað veldur þessri illsku en í rauninni er ekkert af þessu fullnægjandi skýring. Illskan einfaldlega kemur og nær smám saman tökum á honum. Ég held að það blundi illska í öllum og það sé ástæðan fyrir því að fólk getur lesið bók sem er skrifuð frá sjónarhóli manns sem er illur; það tengir sig við hana á einhvern hátt. Í þessu tilviki nær illskan algjörlega tökum á persónunni og mér sýnist helst orsökin vera hversu sjálfhverfur maðurinn er. Í raun og veru nálgast hann öll mál frá eigin hlið og er blindur á annarra sjónarmið.? Er dálítið eins og kvenrithöfundurÁrmann er fæddur 1970. Hann lauk doktorsprófi í miðaldabókmenntum 2003 og hefur ritað allmörg fræðirit og greinar. Fyrir þremur árum söðlaði hann hins vegar um og gaf út sína fyrstu skáldsögu, Vonarstræti. Ármann segir það hafa verið sér eðlilegt að fikra sig yfir í skáldskap. ?Sá sem hefur áhuga á bókmenntum hefur áhuga á þeim frá ýmsum hliðum. Mig hefur lengi langað skrifa skáldsögur en var seinn að gefa út og er að því leyti dálítið eins og kvenrithöfundar. Karlrithöfundar byrja oftar en ekki snemma að gefa út, kannski 25 ára, en kvenrithöfundur byrjar stundum ekki fyrr en undir fertugt. Oft byrja kvenrithöfundar nokkuð sterkt því þeir hafa ekki gefið út allar slöku bækurnar frá æskuárunum. Að því leyti er ég dálítið eins og kvenrithöfundar og þá einkum fyrri áratuga, frekar en þeirra seinustu, að því leyti að ég fór ekkert að huga að útgáfu fyrr en ég var orðinn nokkuð öruggur með mig. Manni sýnist stundum að sumir höfundar byrji á því að hugsa um sig sem skáld og ákveða svo að skrifa eitthvað. Hjá mér og gömlu kvenrithöfundunum er þetta öfugt, við erum sein að hugsa um okkur sem skáld og byrjum að skrifa seint og síðar meir. Draumurinn verður ekki kæfður.?
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira