Viðskipti innlent

Útlit fyrir skort

staðan Davíð Stefánsson segir að búast megi við lítils háttar hækkun á fasteignaverði. Fréttablaðið/stefán
staðan Davíð Stefánsson segir að búast megi við lítils háttar hækkun á fasteignaverði. Fréttablaðið/stefán
Útlit er fyrir skort á litlum og ódýrum íbúðum eftir tvö ár, að mati Davíðs Stefánssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka.

Í erindi sem hann hélt í gær sagði hann að í venjulegu árferði vanti um 1.400 íbúðir á ári. Síðastliðin tvö ár hafi nýbyggingar verið svo gott sem engar og aðeins byggðar 186 íbúðir á ári.

„Það er lítill hvati til að byggja,“ sagði Davíð og lagði áherslu á að byggingakostnaður hefði rokið upp úr öllu valdi á sama tíma og verulega hefði dregið úr framlegð byggingaverktaka. Davíð taldi líkur á að þegar kostnaður lækkaði myndu nýbyggingar taka kipp. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×