Strangari fjárlagareglur í ESB 17. september 2011 02:00 Á fundi í Póllandi Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sem jafnframt er formaður ríkjahóps evrusvæðisins.Nordicphotos/AFP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um strangari reglur um ríkisfjárlög. Þær gera Evrópusambandinu meðal annars auðveldara að samþykkja refsiaðgerðir á hendur þeim ríkjum sem brjóta þessar reglur. Jasek Ratovski, fjármálaráðherra Póllands, sagði að samkomulag um þetta hefði náðst á fundi ráðherranna í Póllandi í gær. Fjármálaráðherra evrusvæðisins hafa síðan frestað ákvörðun um næstu greiðslu úr neyðarsjóði sínum til Grikklands, þrátt fyrir mikinn þrýsting, ekki síst frá Tim Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um að hraða öllum ákvörðunum um lausnir á skuldavanda Grikkja. Evrópsku fjármálaráðherrarnir vilja að Grikkir sýni fyrst fram á að þeir muni standa við aðhaldsaðgerðir, sem duga þeim ásamt fjárhagsaðstoðinni til að greiða afborganir af skuldum sínum. Verulegur ágreiningur hefur verið innan Evrópusambandsins um það hvaða leiðir eigi að fara til að bjarga Grikkjum úr skuldavandanum. Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur enn hörð á því að Grikkland og önnur stórskuldug Evrópuríki þurfi sjálf að bera ábyrgð á eigin vandamálum. Eina leiðin til að hjálpa þeim sé að veita þeim neyðarlán svo þau geti greitt afborganir sínar á réttum tíma.- gb Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um strangari reglur um ríkisfjárlög. Þær gera Evrópusambandinu meðal annars auðveldara að samþykkja refsiaðgerðir á hendur þeim ríkjum sem brjóta þessar reglur. Jasek Ratovski, fjármálaráðherra Póllands, sagði að samkomulag um þetta hefði náðst á fundi ráðherranna í Póllandi í gær. Fjármálaráðherra evrusvæðisins hafa síðan frestað ákvörðun um næstu greiðslu úr neyðarsjóði sínum til Grikklands, þrátt fyrir mikinn þrýsting, ekki síst frá Tim Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um að hraða öllum ákvörðunum um lausnir á skuldavanda Grikkja. Evrópsku fjármálaráðherrarnir vilja að Grikkir sýni fyrst fram á að þeir muni standa við aðhaldsaðgerðir, sem duga þeim ásamt fjárhagsaðstoðinni til að greiða afborganir af skuldum sínum. Verulegur ágreiningur hefur verið innan Evrópusambandsins um það hvaða leiðir eigi að fara til að bjarga Grikkjum úr skuldavandanum. Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur enn hörð á því að Grikkland og önnur stórskuldug Evrópuríki þurfi sjálf að bera ábyrgð á eigin vandamálum. Eina leiðin til að hjálpa þeim sé að veita þeim neyðarlán svo þau geti greitt afborganir sínar á réttum tíma.- gb
Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira