Allt á uppleið eða í kaldakoli 3. september 2011 05:45 Himinn og haf skildi að skoðanir stjórnarliða og stjórnarandstæðinga á því hvernig ástandið í íslensku efnahagslífi væri. Alþingi tók til starfa að nýju í gær.fréttablaðið/anton Ætla mætti að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lifi ekki í sama samfélaginu, ef marka má umræður á Alþingi. Þing kom saman að nýju í gær og til umræðu var munnleg skýrsla forsætisráðherra um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum. Stjórnarliðar gerðu mikið úr þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og vitnuðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og erlendra, jafnt sem innlendra, álitsgjafa máli sínu til stuðnings. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerðu mikið úr þeirri staðreynd að samstarfinu við AGS væri lokið og það sýndi ótvírætt að Ísland væri á réttri leið. Tiltóku þau ýmsar efnahagsstærðir máli sínu til stuðnings. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjá hlutina ekki sömu augum og stjórnin en virðast sammála um að hér hafi flest farið á versta veg í tíð vinstristjórnarinnar. Þeir báru brigður á tölur stjórnarliða og vísuðu til mikils atvinnuleysis og fólksflótta máli sínu til stuðnings. Bjarni sagði stjórnina ekki vera starfshæfa, hún nyti minnsta mögulega meirihluta á þingi, og aðeins um þriðjungur kjósenda styddi hana samkvæmt könnunum. „Það blasir við að það þarf að stokka spilin upp á nýtt og boða til kosninga. Við þurfum nýtt upphaf.“ Jóhanna svaraði því til að sömu kannanir sýndu að þjóðin treysti ekki stjórnarandstöðunni. „Það er ekki þannig að fólk vilji að stjórnarandstaðan taki við þjóðarbúinu. Það er eðlilegt því hún hefur engar lausnir í þessum málum.“ Steingrímur kallaði eftir því að menn viðurkenndu það sem vel hefði tekist og tækju höndum saman um að gera enn betur. Hann vísaði í nýlegt hlutabréfaútboð ríkisins, þegar ein milljón dala fékkst á alþjóðlegum mörkuðum. Þar væru komnir óvilhallir dómarar um íslenskt efnahagslíf. „Ekki eru þeir sem fjárfestu peninga sína þar á mála hjá ríkisstjórninni.“ Ef eitthvað er að marka þennan upphafsdag er ljóst að ekki er von á samstöðu á Alþingi um að vinna þjóðinni til heilla. Líklegra er að sama karpið um sömu leiðirnar verði áberandi.kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Ætla mætti að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lifi ekki í sama samfélaginu, ef marka má umræður á Alþingi. Þing kom saman að nýju í gær og til umræðu var munnleg skýrsla forsætisráðherra um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum. Stjórnarliðar gerðu mikið úr þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og vitnuðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og erlendra, jafnt sem innlendra, álitsgjafa máli sínu til stuðnings. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerðu mikið úr þeirri staðreynd að samstarfinu við AGS væri lokið og það sýndi ótvírætt að Ísland væri á réttri leið. Tiltóku þau ýmsar efnahagsstærðir máli sínu til stuðnings. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjá hlutina ekki sömu augum og stjórnin en virðast sammála um að hér hafi flest farið á versta veg í tíð vinstristjórnarinnar. Þeir báru brigður á tölur stjórnarliða og vísuðu til mikils atvinnuleysis og fólksflótta máli sínu til stuðnings. Bjarni sagði stjórnina ekki vera starfshæfa, hún nyti minnsta mögulega meirihluta á þingi, og aðeins um þriðjungur kjósenda styddi hana samkvæmt könnunum. „Það blasir við að það þarf að stokka spilin upp á nýtt og boða til kosninga. Við þurfum nýtt upphaf.“ Jóhanna svaraði því til að sömu kannanir sýndu að þjóðin treysti ekki stjórnarandstöðunni. „Það er ekki þannig að fólk vilji að stjórnarandstaðan taki við þjóðarbúinu. Það er eðlilegt því hún hefur engar lausnir í þessum málum.“ Steingrímur kallaði eftir því að menn viðurkenndu það sem vel hefði tekist og tækju höndum saman um að gera enn betur. Hann vísaði í nýlegt hlutabréfaútboð ríkisins, þegar ein milljón dala fékkst á alþjóðlegum mörkuðum. Þar væru komnir óvilhallir dómarar um íslenskt efnahagslíf. „Ekki eru þeir sem fjárfestu peninga sína þar á mála hjá ríkisstjórninni.“ Ef eitthvað er að marka þennan upphafsdag er ljóst að ekki er von á samstöðu á Alþingi um að vinna þjóðinni til heilla. Líklegra er að sama karpið um sömu leiðirnar verði áberandi.kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00