Allt á uppleið eða í kaldakoli 3. september 2011 05:45 Himinn og haf skildi að skoðanir stjórnarliða og stjórnarandstæðinga á því hvernig ástandið í íslensku efnahagslífi væri. Alþingi tók til starfa að nýju í gær.fréttablaðið/anton Ætla mætti að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lifi ekki í sama samfélaginu, ef marka má umræður á Alþingi. Þing kom saman að nýju í gær og til umræðu var munnleg skýrsla forsætisráðherra um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum. Stjórnarliðar gerðu mikið úr þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og vitnuðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og erlendra, jafnt sem innlendra, álitsgjafa máli sínu til stuðnings. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerðu mikið úr þeirri staðreynd að samstarfinu við AGS væri lokið og það sýndi ótvírætt að Ísland væri á réttri leið. Tiltóku þau ýmsar efnahagsstærðir máli sínu til stuðnings. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjá hlutina ekki sömu augum og stjórnin en virðast sammála um að hér hafi flest farið á versta veg í tíð vinstristjórnarinnar. Þeir báru brigður á tölur stjórnarliða og vísuðu til mikils atvinnuleysis og fólksflótta máli sínu til stuðnings. Bjarni sagði stjórnina ekki vera starfshæfa, hún nyti minnsta mögulega meirihluta á þingi, og aðeins um þriðjungur kjósenda styddi hana samkvæmt könnunum. „Það blasir við að það þarf að stokka spilin upp á nýtt og boða til kosninga. Við þurfum nýtt upphaf.“ Jóhanna svaraði því til að sömu kannanir sýndu að þjóðin treysti ekki stjórnarandstöðunni. „Það er ekki þannig að fólk vilji að stjórnarandstaðan taki við þjóðarbúinu. Það er eðlilegt því hún hefur engar lausnir í þessum málum.“ Steingrímur kallaði eftir því að menn viðurkenndu það sem vel hefði tekist og tækju höndum saman um að gera enn betur. Hann vísaði í nýlegt hlutabréfaútboð ríkisins, þegar ein milljón dala fékkst á alþjóðlegum mörkuðum. Þar væru komnir óvilhallir dómarar um íslenskt efnahagslíf. „Ekki eru þeir sem fjárfestu peninga sína þar á mála hjá ríkisstjórninni.“ Ef eitthvað er að marka þennan upphafsdag er ljóst að ekki er von á samstöðu á Alþingi um að vinna þjóðinni til heilla. Líklegra er að sama karpið um sömu leiðirnar verði áberandi.kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Ætla mætti að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lifi ekki í sama samfélaginu, ef marka má umræður á Alþingi. Þing kom saman að nýju í gær og til umræðu var munnleg skýrsla forsætisráðherra um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum. Stjórnarliðar gerðu mikið úr þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og vitnuðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og erlendra, jafnt sem innlendra, álitsgjafa máli sínu til stuðnings. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerðu mikið úr þeirri staðreynd að samstarfinu við AGS væri lokið og það sýndi ótvírætt að Ísland væri á réttri leið. Tiltóku þau ýmsar efnahagsstærðir máli sínu til stuðnings. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjá hlutina ekki sömu augum og stjórnin en virðast sammála um að hér hafi flest farið á versta veg í tíð vinstristjórnarinnar. Þeir báru brigður á tölur stjórnarliða og vísuðu til mikils atvinnuleysis og fólksflótta máli sínu til stuðnings. Bjarni sagði stjórnina ekki vera starfshæfa, hún nyti minnsta mögulega meirihluta á þingi, og aðeins um þriðjungur kjósenda styddi hana samkvæmt könnunum. „Það blasir við að það þarf að stokka spilin upp á nýtt og boða til kosninga. Við þurfum nýtt upphaf.“ Jóhanna svaraði því til að sömu kannanir sýndu að þjóðin treysti ekki stjórnarandstöðunni. „Það er ekki þannig að fólk vilji að stjórnarandstaðan taki við þjóðarbúinu. Það er eðlilegt því hún hefur engar lausnir í þessum málum.“ Steingrímur kallaði eftir því að menn viðurkenndu það sem vel hefði tekist og tækju höndum saman um að gera enn betur. Hann vísaði í nýlegt hlutabréfaútboð ríkisins, þegar ein milljón dala fékkst á alþjóðlegum mörkuðum. Þar væru komnir óvilhallir dómarar um íslenskt efnahagslíf. „Ekki eru þeir sem fjárfestu peninga sína þar á mála hjá ríkisstjórninni.“ Ef eitthvað er að marka þennan upphafsdag er ljóst að ekki er von á samstöðu á Alþingi um að vinna þjóðinni til heilla. Líklegra er að sama karpið um sömu leiðirnar verði áberandi.kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00