Menning

Listin í Auðbrekku

Listakonurnar í Skruggusteini. Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.
Listakonurnar í Skruggusteini. Smellið á myndina til að fletta myndasafninu. fréttablaðið/gva
Skruggusteinn er vinnustofa fimm listakvenna í Auðbrekku 4. Þær hófu samstarfið árið 1998 í Hamraborginni áður en þær fluttu sig í Auðbrekkuna, þar sem þær kunna vel við sig. Gestir og gangandi eru velkomnir í heimsókn á vinnustofuna en betra er að hringja á undan sér svo einhver listakvennanna sé við.

„Við komum úr ýmsum áttum, flestir eru að mála en nokkrir að fást við annað, fatahönnun og ýmislegt. Hér er alltaf eitthvað í gangi," segir Helga Ástvaldsdóttir, myndlistarmaður í Auðbrekku 6, en þar eru um 20 listamenn með vinnustofur.

„Aðstaðan hér er mjög fín, hvert okkar leigir sitt herbergi en við erum með sameiginlega kaffistofu. Það er mikill samgangur milli fólks og við löbbum gjarnan á milli með kaffibollann. Eins höfum við sett upp sýningar hér á göngunum. Það eru allir alltaf velkomnir þegar dyrnar eru ekki læstar. Það er líka hægt ná sambandi við okkur gegnum verslunina á fyrstu hæðinni," segir Helga.

- rat






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.