Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi 3. ágúst 2011 08:30 Jens Stoltenberg var meðal þeirra sem mættu í útför Monu Abdinur, sem lést í Útey. Mörg fórnarlambanna hafa verið jörðuð undanfarna daga. Nordicphotos/afp Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fangelsinu. Sá síðari er mjög óraunhæfur og langt frá raunveruleikanum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvernig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsingar um meintar aðrar hryðjuverkasellur. „Það er algjörlega ómögulegt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheilbrigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkisstjórnarinnar. Hann vill umfangsmiklar breytingar á stjórnmálakerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þessar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni á sprengjusvæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en hafist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokkar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Framfaraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokkurra ára skeið en Siv Jensen, formaður flokksins, segir að Breivik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refsingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fangelsinu. Sá síðari er mjög óraunhæfur og langt frá raunveruleikanum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvernig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsingar um meintar aðrar hryðjuverkasellur. „Það er algjörlega ómögulegt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheilbrigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkisstjórnarinnar. Hann vill umfangsmiklar breytingar á stjórnmálakerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þessar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni á sprengjusvæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en hafist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokkar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Framfaraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokkurra ára skeið en Siv Jensen, formaður flokksins, segir að Breivik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refsingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira