Ólafur Kristjáns: Elfar var settur í mjög erfiða stöðu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2011 07:00 Elfar Freyr kom ekki til móts við Blika á mánudag líkt og talað var um að hann ætti að gera. fréttablaðið/hag Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um. „Það var tuska í andlitið en það verður að taka tuskuna þaðan og vinna út frá því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um stöðuna. Elfar Freyr fór til Grikklands síðasta sunnudag til þess að gangast undir læknisskoðun hjá AEK Aþenu. Hann fékk leyfi til þess með þeim formerkjum að hann kæmi til móts við Breiðablik í Þrándheimi á mánudag. Þangað kom hann aldrei. Ef Elfar spilar með Blikum í kvöld þá verður hann ólöglegur með AEK Aþenu í Evrópukeppninni í vetur. Eftir því sem Ólafur segir var Elfari stillt upp við vegg. Ef hann spilaði með Blikum þá yrði hann ekki keyptur. „Stráknum var stillt þannig upp við vegg að hann kemur ekki til okkar. Það er AEK Aþena sem stillir honum upp við vegg og setur hann í mjög erfiða stöðu. Gríska liðið gekk lengra en því var leyfilegt. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á gríska þjóð yfirhöfuð þar sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Íslendingur,“ sagði Ólafur. Ljóst má vera að Blikar eru ekki par sáttir við sinn gamla leikmann, Arnar Grétarsson, sem er áðurnefndur yfirmaður íþróttamála hjá AEK og því ábyrgur fyrir þessum gjörningi. „Við erum engan veginn sáttir. Elfar er leikmaður Breiðabliks og það er ekki búið að skrifa undir samning við AEK sem gerir málið enn grófara. Þeir voru í raun og veru að ráðskast með leikmenn annars liðs. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Fjarvera Elfars mun eðlilega veikja Blikana mikið en Ólafur mætir samt brattur til leiks. „Við teljum okkur vel geta náð í hagstæð úrslit og það er stefnan. Við munum eðlilega vera varnarsinnaðri en oft áður og stefnan er að loka á sóknarleik norska liðsins,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um. „Það var tuska í andlitið en það verður að taka tuskuna þaðan og vinna út frá því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um stöðuna. Elfar Freyr fór til Grikklands síðasta sunnudag til þess að gangast undir læknisskoðun hjá AEK Aþenu. Hann fékk leyfi til þess með þeim formerkjum að hann kæmi til móts við Breiðablik í Þrándheimi á mánudag. Þangað kom hann aldrei. Ef Elfar spilar með Blikum í kvöld þá verður hann ólöglegur með AEK Aþenu í Evrópukeppninni í vetur. Eftir því sem Ólafur segir var Elfari stillt upp við vegg. Ef hann spilaði með Blikum þá yrði hann ekki keyptur. „Stráknum var stillt þannig upp við vegg að hann kemur ekki til okkar. Það er AEK Aþena sem stillir honum upp við vegg og setur hann í mjög erfiða stöðu. Gríska liðið gekk lengra en því var leyfilegt. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á gríska þjóð yfirhöfuð þar sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Íslendingur,“ sagði Ólafur. Ljóst má vera að Blikar eru ekki par sáttir við sinn gamla leikmann, Arnar Grétarsson, sem er áðurnefndur yfirmaður íþróttamála hjá AEK og því ábyrgur fyrir þessum gjörningi. „Við erum engan veginn sáttir. Elfar er leikmaður Breiðabliks og það er ekki búið að skrifa undir samning við AEK sem gerir málið enn grófara. Þeir voru í raun og veru að ráðskast með leikmenn annars liðs. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Fjarvera Elfars mun eðlilega veikja Blikana mikið en Ólafur mætir samt brattur til leiks. „Við teljum okkur vel geta náð í hagstæð úrslit og það er stefnan. Við munum eðlilega vera varnarsinnaðri en oft áður og stefnan er að loka á sóknarleik norska liðsins,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira