Skoðun

Athugasemd

Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Í grein minni um Landakotsskólann í gær er vikið að viðbrögðum skólanefndar við upplýsingum um kynferðisglæpi þar við skólann og hún átalin fyrir að harma einungis skaðann sem skólinn hafi orðið fyrir en gleyma fórnarlömbunum. Ég hafði þá einungis séð og heyrt fréttaflutning af yfirlýsingunni, þar sem hún var stytt og mjög úr lagi færð. Nú þegar ég hef lesið hana óstytta sé ég að orð mín voru á misskilningi byggð. Í yfirlýsingu skólanefndar segir þvert á móti: „Við vonum að fórnarlömbin fái að upplifa eitthvert réttlæti af hendi þeirra sem teljast ábyrgir að lokinni rannsókn opinberra aðila.“






Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×