Skjaldborg festir sig í sessi 15. júní 2011 15:00 Steinþór Birgisson. Mynd hans Jón og séra Jón hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar. Steinþór lauk tökum á myndinni 2003 en lauk eftirvinnslu tólf stundum fyrir frumsýningu. Mynd/ Arró Stefánsson Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um helgina og heppnaðist vel. Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson hreppti áhorfendaverðlaunin. Rúmlega þrjú hundruð gestir lögðu leið sína á heimildarmyndahátíðina Skjaldborg, sem haldin var á Patreksfirði fimmta árið í röð um hvítasunnuhelgina. Á dagskrá voru um 20 myndir og verk í vinnslu. Efnistök voru fjölbreytt en bændur og bændamenning voru algengt stef á dagskránni. Í ljósi þess fór því vel á að Ómar Ragnarsson væri heiðursgestur hátíðarinnar, en hann hefur gert aragrúa kvikmynda um fólk á landsbyggðinni. Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður spjallaði við Ómar í Skjaldborgarbíói á laugardagskvöld. Ómar leit þar yfir farinn veg og sýndi brot út gömlum verkum eftir sig og væntanlegum. Gæði myndanna á hátíðinni í ár voru óvenju mikil og að öðrum ólöstuðum þóttu fimm myndir einna sigurstranglegastar í keppninni um áhorfendaverðlaunin: Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson; Paradox eftir Sigurð Skúlason og Hafstein Gunnar Sigurðsson; Ge9n eftir Hauk Má Helgason; Bakka Baldur eftir Þorfinn Guðnason; og Land míns föðurs eftir Ólaf de Fleur. Allt merkilegar myndir sem vonandi verða teknar til almennra sýninga áður en langt um líður. Rúmlega þrjú hundruð gestir voru á hátíðinni í ár, sem þótti heppanast afar vel.Mynd/ Björn Ómar Guðmundsson Á sunnudagskvöld var tilkynnt á lokaballi í félagsheimilinu á Patreksfirði að mynd Steinþórs, Jón og séra Jón, hefði orðið hlutskörpust í kosningunni. Myndin, sem jafnframt var opnunarmynd hátíðarinnar, fjallar um séra Jón Ísleifsson, sérlundaðan prest og búskussa sem hraktist úr embætti í Árnesi á Ströndum 2003, vegna deilna við söfnuðinn. Steinþór heimsótti séra Jón reglulega og fylgdist með honum áður en hann yfirgaf sóknina. Myndin veitir merkilega innsýn í sálarlíf óvenjulegs manns, erfiða sambúð hans við sóknarbörn í fámennri sveit og vinnubrögð kirkjunnar svo nokkuð sé nefnt. Sérstakur Skjalborgartími, sem tekinn var upp á föstudeginum, var misráðinn og ruglaði margan hátíðargestinn í ríminu. Á heildina litið var hátíðin hins vegar vel heppnuð; dagskráin var þétt en ekki ofhlaðin og samkomur á kvöldin sköpuðu indæla samkennd og kunningsskap meðal sýningargesta og heimilislegan brag, sem erfiðara væri að ná fram á sambærilegri hátíð í höfuðborginni. Á fimm árum hefur Skjaldborg náð að festa sig í sessi sem einn af athyglisverðari menningarviðburðum. bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um helgina og heppnaðist vel. Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson hreppti áhorfendaverðlaunin. Rúmlega þrjú hundruð gestir lögðu leið sína á heimildarmyndahátíðina Skjaldborg, sem haldin var á Patreksfirði fimmta árið í röð um hvítasunnuhelgina. Á dagskrá voru um 20 myndir og verk í vinnslu. Efnistök voru fjölbreytt en bændur og bændamenning voru algengt stef á dagskránni. Í ljósi þess fór því vel á að Ómar Ragnarsson væri heiðursgestur hátíðarinnar, en hann hefur gert aragrúa kvikmynda um fólk á landsbyggðinni. Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður spjallaði við Ómar í Skjaldborgarbíói á laugardagskvöld. Ómar leit þar yfir farinn veg og sýndi brot út gömlum verkum eftir sig og væntanlegum. Gæði myndanna á hátíðinni í ár voru óvenju mikil og að öðrum ólöstuðum þóttu fimm myndir einna sigurstranglegastar í keppninni um áhorfendaverðlaunin: Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson; Paradox eftir Sigurð Skúlason og Hafstein Gunnar Sigurðsson; Ge9n eftir Hauk Má Helgason; Bakka Baldur eftir Þorfinn Guðnason; og Land míns föðurs eftir Ólaf de Fleur. Allt merkilegar myndir sem vonandi verða teknar til almennra sýninga áður en langt um líður. Rúmlega þrjú hundruð gestir voru á hátíðinni í ár, sem þótti heppanast afar vel.Mynd/ Björn Ómar Guðmundsson Á sunnudagskvöld var tilkynnt á lokaballi í félagsheimilinu á Patreksfirði að mynd Steinþórs, Jón og séra Jón, hefði orðið hlutskörpust í kosningunni. Myndin, sem jafnframt var opnunarmynd hátíðarinnar, fjallar um séra Jón Ísleifsson, sérlundaðan prest og búskussa sem hraktist úr embætti í Árnesi á Ströndum 2003, vegna deilna við söfnuðinn. Steinþór heimsótti séra Jón reglulega og fylgdist með honum áður en hann yfirgaf sóknina. Myndin veitir merkilega innsýn í sálarlíf óvenjulegs manns, erfiða sambúð hans við sóknarbörn í fámennri sveit og vinnubrögð kirkjunnar svo nokkuð sé nefnt. Sérstakur Skjalborgartími, sem tekinn var upp á föstudeginum, var misráðinn og ruglaði margan hátíðargestinn í ríminu. Á heildina litið var hátíðin hins vegar vel heppnuð; dagskráin var þétt en ekki ofhlaðin og samkomur á kvöldin sköpuðu indæla samkennd og kunningsskap meðal sýningargesta og heimilislegan brag, sem erfiðara væri að ná fram á sambærilegri hátíð í höfuðborginni. Á fimm árum hefur Skjaldborg náð að festa sig í sessi sem einn af athyglisverðari menningarviðburðum. bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið