Menning

Blóð- og saltþvegin Biblía

Þóra Þórisdóttir Túlkar Biblíuna á persónulegan hátt í verkum sínum.
Þóra Þórisdóttir Túlkar Biblíuna á persónulegan hátt í verkum sínum.
Sýning Þóru Þórisdóttur „Rubrica" var opnuð í anddyri Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag. Á sýningunni eru myndverk sem fjalla um túlkun Þóru á heilögum anda.

Lykilverkið á sýningunni er Biblía sem Þóra hefur þvegið með saltvatni og blóði ásamt því að skrifa inn ýmsar hugleiðingar og leiðbeiningar. Þóra Þórisdóttir útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Á útskriftarárinu sýndi hún slátrað lamb, eirorm á stöng og kvöldmáltíðarinnsetningu undir titlinum „Blóð lambsins".

Síðan þá hefur Þóra aðallega unnið með trúarleg þemu í list sinni, þar sem hún túlkar Biblíuna á persónulegan hátt og samþættir við feminíska heimspeki, segir í fréttatilkynningu.

Sýning Þóru Þórisdóttur, Rubrica, er þriðja sýningin í sýningaröð Listvinafélags Hallgrímskirkju, Kristin minni.

Sýningin stendur fram eftir sumri og er opið alla daga vikunnar frá kl. 9-20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.