Stór hluti stjórnenda er á móti kynjakvóta 14. maí 2011 07:00 Ráðstefna um konur og karla Húsfyllir var í stóra ráðstefnusalnum á Hilton Reykjavík Nordica í gærmorgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem þar var haldin undir yfirskriftinni „Virkjum karla og konur til athafna“. Fréttablaðið/GVA Mari Teigen Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í ársbyrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Miðstöðvar rannsókna í félagsvísindum í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 prósentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Mari Teigen Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í ársbyrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Miðstöðvar rannsókna í félagsvísindum í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 prósentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira