Umsvif aukast nokkuð hjá Íbúðalánasjóði 14. maí 2011 04:00 Íbúðalánasjóður Fjölmargir húsnæðiseigendur hyggjast nýta sér 110 prósenta leið stjórnvalda. Fréttablaðið/GVA Starfsmönnum hefur fjölgað töluvert hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á síðustu mánuðum til að bregðast við auknum umsvifum sjóðsins. Búist er við um níu þúsund umsóknum til hans um hina svokölluðu 110 prósenta leið auk þess sem fjöldi eigna í eigu hans hefur aukist mikið. „Það er rétt að það hefur orðið nokkur aukning á fjölda starfsmanna hjá okkur en hluti hennar er reyndar tímabundin stöðugildi,“ segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri ÍLS, og bætir við: „Ég kom til starfa hér í nóvember á síðasta ári og þá hafði starfsmönnum á eignasviði verið fjölgað. Voru áður tveir til þrír en eru nú átta. Eignasvið heldur utan um þær eignir sem sjóðurinn eignast en þær eru orðnar um 1.250 talsins og því nóg að gera.“ Sviðsstjórum hjá ÍLS hefur einnig fjölgað um þrjá í tengslum við skipulagsbreytingar auk þess sem tveir aðrir nýir starfsmenn hafi verið ráðnir vegna aukins álags á fyrirtækjasvæði. Loks hafa sex starfsmenn verið ráðnir tímabundið til að bregðast við miklum fjölda umsókna um 110 prósent leiðina. Sigurður segir að þegar hafi borist um 1.500 umsóknir en í 110 prósent leiðinni felst að eftirstöðvar láns umfram 110 prósent af markaðsvirði fasteignar verði felldar niður. Nokkurn tíma muni taka ÍLS að fara í gegnum allar umsóknirnar sem gætu orðið hátt í tíu þúsund talsins.- mþl Fréttir Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Starfsmönnum hefur fjölgað töluvert hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á síðustu mánuðum til að bregðast við auknum umsvifum sjóðsins. Búist er við um níu þúsund umsóknum til hans um hina svokölluðu 110 prósenta leið auk þess sem fjöldi eigna í eigu hans hefur aukist mikið. „Það er rétt að það hefur orðið nokkur aukning á fjölda starfsmanna hjá okkur en hluti hennar er reyndar tímabundin stöðugildi,“ segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri ÍLS, og bætir við: „Ég kom til starfa hér í nóvember á síðasta ári og þá hafði starfsmönnum á eignasviði verið fjölgað. Voru áður tveir til þrír en eru nú átta. Eignasvið heldur utan um þær eignir sem sjóðurinn eignast en þær eru orðnar um 1.250 talsins og því nóg að gera.“ Sviðsstjórum hjá ÍLS hefur einnig fjölgað um þrjá í tengslum við skipulagsbreytingar auk þess sem tveir aðrir nýir starfsmenn hafi verið ráðnir vegna aukins álags á fyrirtækjasvæði. Loks hafa sex starfsmenn verið ráðnir tímabundið til að bregðast við miklum fjölda umsókna um 110 prósent leiðina. Sigurður segir að þegar hafi borist um 1.500 umsóknir en í 110 prósent leiðinni felst að eftirstöðvar láns umfram 110 prósent af markaðsvirði fasteignar verði felldar niður. Nokkurn tíma muni taka ÍLS að fara í gegnum allar umsóknirnar sem gætu orðið hátt í tíu þúsund talsins.- mþl
Fréttir Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira