Menning

Auður Ava verðlaunuð í Quebec

Auður Ava Ólafsdóttir.
Auður Ava Ólafsdóttir.
Skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttir hlaut á mánudag Bóksalaverðlaunin í Quebec í Kanada – Prix des libraires de Quebec.

Veitt voru verðlaun fyrir skáldskap frá Quebec og erlend skáldrit. Auk Auðar voru meðal annars Michel Houellebecq og Sofi Oksanen tilnefnd.

Prix des libraires de Quebec eru ein helstu bókmenntaverðlaunin í fylkinu og eru haldin í sambandi við bókmenntahátíð sem nú stendur yfir. Meðal fyrri verðlaunahafa eru höfundar á borð við Cormac McCarthy, Jonathan Safran Foer og Khaleid Hosseini.

Vegur Auðar Övu fer vaxandi í frönskumælandi löndum en bækur hennar seljast afar vel í Frakklandi. Afleggjarinn er þriðja skáldsaga Auðar. Tvær síðustu komu út hjá Sölku en Auður Ava hefur nú gert útgáfusamning við Bjart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.