Fínpússaðir skrælingjar 5. maí 2011 16:00 Kristín Svava Tómasdóttir. Fréttablaðið/Valli Kristín Svava Tómasdóttir stimplaði sig inn sem eitt efnilegasta ljóðskáld landsins með frumraun sinni, Blótgælum, árið 2007. Önnur ljóðabók hennar, Skrælingjasýningin, kom út á dögunum.Krass! Búmm! Harmafregn!Stríð á okkar tímum. Skrælingjasýningin hefst á stríðsyfirlýsingu. Kannski rökrétt framhald af frumraun hennar sem skoraði á hólm þægindi hversdagslífsins með nístandi háði, munnsöfnuði og gálgahúmor. Tæpum fjórum árum síðar er Kristín Svava við sama heygarðshornið – eða svo segir hún að minnsta kosti sjálf. „Blótgælur voru hrárri en Skrælingjasýningin, sem er meira unnin. Munurinn á bókunum helgast kannski af því. Ég held að sá tónn sem birtist í þessum verkum sé mér nokkuð eðlislægur. Ég velti því stundum fyrir því hvort fólk myndi sjá mikið framhald í þessari bók frá þeirri fyrri, sjálf geri ég mér ekki endilega grein fyrir því. Það má vera að tónninn sé á köflum myrkari eða kaldranalegri; á vissum stöðum má sjálfsagt greina aðra afstöðu til hlutanna en þó enga grundvallarbreytingu að ég held.“ Kristín Svava byrjaði á ljóðunum fyrir Skrælingjasýninguna fljótlega eftir að Blótgælur kom út. Hún segir misjafnt hversu lengi hún þurfi að sitja við hvert ljóð. „Ég byrja yfirleitt á því að skrifa í belg og biðu og vinn úr textanum síðar. Það veltur síðan á því hversu mótaðar hugsanirnar eru þegar þær spretta fram hvað ég er lengi að ljúka við hvert ljóð.“ Kristínu Svövu var á dögunum úthlutað ritlaunum. Hún býst því við að biðin í næstu bók verði styttri en á milli Blótgælna og Skrælingjasýningarinnar og ætlar að halda sig við ljóðið. „Ég finn enga hvöt hjá mér til að skrifa „hefðbundinn“ prósa og hef enga ástríðu fyrir skáldsögunni. Mér finnst miklu meira ögrandi að skrifa knappari texta og fyrir mitt leyti býður þetta form upp á fleiri og áhugaverðari möguleika.“ bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kristín Svava Tómasdóttir stimplaði sig inn sem eitt efnilegasta ljóðskáld landsins með frumraun sinni, Blótgælum, árið 2007. Önnur ljóðabók hennar, Skrælingjasýningin, kom út á dögunum.Krass! Búmm! Harmafregn!Stríð á okkar tímum. Skrælingjasýningin hefst á stríðsyfirlýsingu. Kannski rökrétt framhald af frumraun hennar sem skoraði á hólm þægindi hversdagslífsins með nístandi háði, munnsöfnuði og gálgahúmor. Tæpum fjórum árum síðar er Kristín Svava við sama heygarðshornið – eða svo segir hún að minnsta kosti sjálf. „Blótgælur voru hrárri en Skrælingjasýningin, sem er meira unnin. Munurinn á bókunum helgast kannski af því. Ég held að sá tónn sem birtist í þessum verkum sé mér nokkuð eðlislægur. Ég velti því stundum fyrir því hvort fólk myndi sjá mikið framhald í þessari bók frá þeirri fyrri, sjálf geri ég mér ekki endilega grein fyrir því. Það má vera að tónninn sé á köflum myrkari eða kaldranalegri; á vissum stöðum má sjálfsagt greina aðra afstöðu til hlutanna en þó enga grundvallarbreytingu að ég held.“ Kristín Svava byrjaði á ljóðunum fyrir Skrælingjasýninguna fljótlega eftir að Blótgælur kom út. Hún segir misjafnt hversu lengi hún þurfi að sitja við hvert ljóð. „Ég byrja yfirleitt á því að skrifa í belg og biðu og vinn úr textanum síðar. Það veltur síðan á því hversu mótaðar hugsanirnar eru þegar þær spretta fram hvað ég er lengi að ljúka við hvert ljóð.“ Kristínu Svövu var á dögunum úthlutað ritlaunum. Hún býst því við að biðin í næstu bók verði styttri en á milli Blótgælna og Skrælingjasýningarinnar og ætlar að halda sig við ljóðið. „Ég finn enga hvöt hjá mér til að skrifa „hefðbundinn“ prósa og hef enga ástríðu fyrir skáldsögunni. Mér finnst miklu meira ögrandi að skrifa knappari texta og fyrir mitt leyti býður þetta form upp á fleiri og áhugaverðari möguleika.“ bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira