Duglegri að búa til áhættu en draga úr henni 4. maí 2011 12:00 Joseph E. Stiglitz flutti erindi og svaraði spurningum blaðamanna sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði boðið á vorfund sjóðsins og Alþjóðabankans í Bandaríkjunum um miðjan apríl. Fréttablaðið/ÓKÁ „Efnahaglegu heilsufari heimsins verður ekki þannig lýst að það sé í góðu lagi," segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahagfræðingur. Í fyrirlestri sem hann hélt fyrir hóp blaðamanna sem boðið var á vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum um miðjan apríl fór Stiglitz yfir ástandið á helstu efnahagssvæðum, velti fyrir sér orsökum fjármálakreppunnar og til hvaða ráða þyrfti að taka til þess að sagan endurtæki sig ekki. „Óumdeilt er að staða ólíkra heimshluta er afar misjöfn. Nýmarkaðslönd standa frammi fyrir hættunni á ofhitnun hagkerfa sinna með tilheyrandi verðbólgu en flest standa sig afskaplega vel. Í Bandaríkjunum og Evrópu er ástandið ennþá mjög brothætt. Tölur um efnahagsbata eru þó aðeins betri í Bandaríkjunum en í Evrópu, en ég tel engu að síður að varast ætti að lesa of mikið í þær," segir Stiglitz og bendir á að í Bandaríkjunum sé staðan enn sú að nærri einn af hverjum sex sem leiti sér að fullri vinnu fái hana ekki og atvinnuleysi meðal einstakra hópa sé yfir tvöfalt meira en nemi meðalatvinnuleysi. Þá séu enn vandamál á bandarískum fasteignamarkaði vegna þess að eignaverð falli enn og það eigi líka við um sum önnur lönd svo sem Spán. „Mjög lítið hefur verið gert í endurskipulagningu skulda. Væntingar eru um að nálægt tveimur milljónum Bandaríkjamanna missi heimili sín á þessu ári og bætist þar með í hóp þeirra nálægt sjö milljóna sem þegar hafa misst heimili sín." Tæpur fjórðungur þeirra sem á annað borð skulda húsnæðislán í Bandaríkjunum skuldar umfram húsnæðiseign sína. „Ég held því ekki að nokkur gæti lýst þessu sem heilbrigðu efnahagslífi," segir Stiglitz. Vegna kreppunnar jókst hallarekstur og við hann fást nú lönd heimsins. Stiglitz bendir á að vegna sparnaðar í mörgum stórum löndum sé kippt úr sambandi einum helsta drifkrafti uppsafnaðrar eftirspurnar í heimshagkerfinu. Hann segir líklegt að aðhaldsaðgerðir í þessum löndum geti leitt til hægari vaxtar og niðursveiflna. „Merki um þetta sjást víða, svo sem í Grikklandi, Írlandi og Lettlandi þar sem samdráttur er þegar hafinn. Og nú bætist Bretland í hópinn." Stiglitz bendir á að lítil áhrif hafi þótt land á borð við Írland geri mistök sem kalli á aukið aðhald. „En þegar svo mörg lönd fara inn í sparnaðarástand gæti það haft áhrif á heimsvísu." Stiglitz telur þó að lönd í Asíu og á öðrum nýmarkaðssvæðum, þar sem vöxtur hefur verið mikil, svo sem í Kína, geti viðhaldið vexti sínum þrátt fyrir sparnað á heimsvísu. „Í þessum löndum hefur orðið til miðstétt sem getur viðhaldið vextinum, þótt það verði ekki auðvelt." Samspil neyslu og sparnaðarfsdSé horft á heildartölur um hagvöxt í heiminum segir Stiglitz þær alls ekki slæmar, en í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir að hann verði 4,4 prósent á þessu ári og því næsta. „En það er þessi blanda af mjög miklum vexti í Asíu og víðar og litlum vexti í Bandaríkjunum og víðar sem getur búið til vandamál," segir hann, en kveðst þó ekki vilja spá vandkvæðum, enda ekki hægt að spá fyrir um hegðun markaða. Hann segir þó að ekki kæmi á óvart þótt upp kæmu sambærileg vandamál og áður hafi sést. „Ójafnvægi á heimsvísu er dæmi um eitt af þessum stóru málum sem ólíklegt er til að verða leyst í nánustu framtíð. Um þetta hefur verið rætt í fjölda ára," segir Stiglitz en áréttar um leið að uppruna síðustu kreppu sé ekki að leita í ójafnvægi á milli landa. „En það veldur áhyggjum því þar gæti orðið að finna uppsprettu næstu kreppu. Þverrandi traust getur grafið undan gengi gjaldmiðla og miklar verðbreytingar geta haft raunveruleg áhrif á skuldastöðu og raunhagkerfið." Þá segir Stiglitz að gengisskráning kínverska júansins sé ekki í raun það sem skapi vandamál í Bandaríkjunum, en Bandaríkjamenn hafa þrýst á um styrkingu þess. „Raungengið skiptir máli, ekki nafngengið. Leiðrétting á sér stað, hvort heldur sem það er í gegnum verðlag eða nafngengi. En við þurfum líka að hafa í huga að fyrir kreppuna var heilmikil leiðrétting gerð á gengisskráningunni í Kína, allt upp í fimmtán prósent." Þá segir Stiglitz að fleira skipti máli. „Ég held að taka verði á þessum vanda hallareksturs með endurreisn hagvaxtar í heiminum. Með meiri vexti á leiðrétting gengisskráningar auðveldara með að eiga sér stað. En leiðrétting á gengisskráningu ýtir ein og sér ekki undir hagvöxt. Og rétt eins og aukinn hagvöxtur vinnur á hallarekstri þá draga sparnaðaraðgerðir úr vexti," segir hann. Á fundi G20-ríkjanna í Pittsburgh í Bandaríkjunum í byrjun síðasta mánaðar segir Stiglitz einnig hafa verið snert á vandamálum sem tengdust ójafnvægi í heiminum. „Stóra myndin sem þar var dregin upp var að Bandaríkin þyrftu að spara meira og Kína að auka neysluna. Í þessu sjónarmiði er nokkur sannleikur. Ég tel enn að ráðdeild sé dyggð og að heimurinn komist ekki af ef öll lönd taka upp lifnaðarhætti Bandaríkjanna. Að biðja önnur lönd um að taka upp neysluhætti í takt við Bandaríkin er uppskrift að hörmungum. Það þarf því að finna aðra lausn og ég tel að sú rétta liggi fyrir." Vandinn fyrir fjármálakreppuna 2008 segir Stiglitz að hafi verið að alþjóðlegir fjármálamarkaðir hafi ekki staðið sig í stykkinu. „Þeir áttu að taka sparnað og endurvinna og endurnýta þar sem mikinn þjóðfélagslegan ávinning er að finna. Hvar er það? Til dæmis í endurhönnun heimshagkerfisins til að takast á við hlýnun jarðar og í þróunarverkefnum í Afríku og í öðrum vanþróuðum ríkjum. Í þessum hlutum heimsins bráðvantar fjármagn. Þangað fóru peningarnir hins vegar ekki, heldur á staði sem ekki skiluðu þjóðfélagslegum ávinningi." aukin Misskipting er kreppuvaldurVerkefnið sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir er að mati Stiglitz að finna út úr því hvar koma megi fjármagni til nýtilegra starfa. „Ein hlið á þeim peningi er að búa til ferli sem dreifir áhættu um heiminn og aðstoðar við að deila áhættunni sem fylgir þessum verkefnum. Og í þessu endurspeglast líka annar veikleiki alþjóðlegra fjármálamarkaða. Þeir standa sig ekki vel í að eiga við áhættu. Þeir eru góðir í að búa til áhættu." Í fyrirlestri Stiglitz tók hann einnig upp þráð sem Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nefndi nýlega í ræðu. „Hann fjallaði þar um vandamál misskiptingar auðs. Ég held að sterk tengsl séu á milli aukinnar misskiptingar og þeirra vandkvæða sem heimurinn stendur frammi fyrir. Gleggst er birtingarmynd þessarar misskiptingar í Bandaríkjunum, þar sem um fjórðungur þeirra tekna sem aflað er rennur í dag til eins prósents þjóðarinnar. Og þetta eina prósent ræður yfir um fjörutíu prósentum auðsins." Tenging misskiptingarinnar yfir í efnahagslegar óstöðugleika segir Stiglitz að eigi sér margar hliðar. „Ein er að vöxturinn á toppnum er í raun á kostnað miðjunnar og botnsins. Tekjur þeirra í miðið eru í dag lægri en þær voru fyrir áratug." Leið Bandaríkjanna til að taka á þessari misskiptingu var að hvetja fólk til að haga neyslu sinni eins og að tekjur þess væru enn að aukast. „En á meðan tekjur lækka er ekki hægt að neyta eins og þær væru að hækka nema með því að auka skuldir sínar." Með lélegu eftirliti og lágum vöxtum segir Stiglitz svo að Seðlabanki Bandaríkjanna hafi búið til jarðveg bólu sem gert hafi fólki kleift að auka skuldir sínar. „En það er ekki lengur hægt. Og þegar tekjum er endurúthlutað frá þeim sem hefðu eytt þeim til þeirra sem gera það ekki er niðurstaðan veikt efnahagslíf," segir hann og vísar til þess að gerðar hafi verið margar rannsóknir, meðal annars hjá AGS, sem bendi til tengsla misskiptingar og veikleika í heimshagkerfinu. „Annað sem ég vildi nefna er að alþjóðavæðingin hefur leitt til samþættingar fjármálamarkaða. Sú samþætting hefur gert þá háðari hver öðrum og aukið mikilvægi þess að þjóðir heims starfi saman. En um leið gerir ólík staða þjóða æ erfiðara að ná samstöðu um aðgerðir," segir Stiglitz og bendir á að hluti heimsins hafi náð styrkum efnahagsbata meðan aðrir hafi dalað. „Munurinn sem þá verður til á hagsmunum og sjónarhornum gerir samkomulag um samstarf erfiðara á fjölda sviða. Ég held til dæmis að gott gæti verið að taka upp skatt á fjármagnsflutninga milli landa. En eitt land hefur sett sig verulega upp á móti þeirri leið. Ekki er samt lengur um það deilt að frjálst flæði fjármagns á milli landa getur haft í för með sér vandamál. Og í skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf út í apríl er bent á að gjaldeyrishöft geti verið til bóta." Stiglitz segir sjóðinn ekki hafa tekið jafndjúpt í árinni og hann hefði gert, en sýni engu að síður að viðhorf til slíkra hamla séu að þokast í rétta átt. „Rétt eins og að straumrofa þarf til þess að vandi á einum stað breiðist ekki út í straumrásum. Stór hluti rannsókna í rafmagnsverkfræði gengur út á að gera óstöðug kerfi stöðug með ýmsum ráðum." Hagfræðin segir Stiglitz hins vegar hafa gleymt að gera ráð fyrir hættunni á að vandamál breiddust út og að kreppur ættu sér stað. „Áhættunni var dreift um allan heim," segir hann og minnir á að á fyrstu dögum fjármálakreppunnar hafi Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, stigið fram og sagt fólki að hafa ekki áhyggjur, tök hefðu náðst á ástandinu. „Sem var augljóslega rangt." Kreppan var ekkert frávik„En alþjóðleg samþætting fjármálamarkaða felur í sér vandamál þegar kemur að stjórn peningamála í heiminum. Besta nálgunin til að átta sig á þessu er að smætta heiminn og hugsa um hann eins og eitt land. Ef við hefðum í þessu landi tvo aðskilda seðlabanka gæti annar viljað taka á verðbólgu meðan hinn vildi efla atvinnustigið. Sá síðarnefndi myndi þá dæla peningum út í hagkerfið en peningar eiga sér engin landamæri. Fyrirtækin starfa á landsvísu og eru ólíkleg til að fjárfesta á svæðinu þar sem samdráttar gætir." Í staðinn segir Stiglitz í dæminu að fyrirtækið myndi fara með peningana yfir á svæðið þar sem uppgangur ríkti og fjárfesta þar, einmitt þar sem hinn seðlabankinn væri að reyna að hafa hömlur á þenslunni með hækkun vaxta. „Þetta er kerfi sem gengur illa upp." Stiglitz segir peningainnstreymi í Bandaríkjunum núna því ekki virka sem skildi, að hluta til vegna þess að ekki hafi verið tekið til fullnustu á vandamálum fjármálakerfisins. „Stóru bönkunum hefur verið hjálpað, en smærri bankar sem þjónusta lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki fengið nauðsynlega fjármögnun. Peningarnir rata því ekki þangað þar sem þeirra er mest þörf." Heimurinn þarf að taka upp nýtt kerfi með varasjóð á heimsvísu, en forsmekkinn að slíku kerfi sé að finna í mynteiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem nefnist SDR. „Eftir kreppuna nýttu lönd heimsins sér þessi sérstöku dráttarréttindi á sjóði AGS þannig að aukningin nam 250 milljörðum dala." Stiglitz segir að ríkjandi viðhorf innan hagfræðinnar og við stjórn peningamála hafi að hluta átt þátt í að síðasta kreppa brast á. „Það eru hugmyndir eins og að bólur séu ekki til, að ekki sé hægt að spá fyrir um bólur, og allt of mikil áhersla á að halda niðri verðbólgu. Allar þessar hugmyndir hafa reynst rangar." Núna segir Stiglitz víðast hvar hafa hallast að annars konar hugmyndum, nema kannski hjá þeim sem fastheldnastir eru í gamla hugmyndafræði hagfræðinnar og stóðu að því að koma henni á. „Þeir halda því sumir fram að kreppan nú sé frávik sem eigi sér ekki stað nema á þúsund ára fresti. Staðreyndin er hins vegar að kreppur hafa ítrekað átt sér stað og áfallið er afurð kerfisins sem við höfðum byggt upp. Sú hugmynd var ríkjandi að markaðir væru alltaf skilvirkir, en ljóst er að það eru þeir ekki. Markaðir eru oft mjög óskilvirkir," segir Stiglitz og bendir á sem dæmi að núna eigi lönd heims aðgang að öllum sömu auðlindum og fyrir hrun. „Samt eru markaðirnir ekki að nýta þær. Þetta er sannkölluð brotalöm markaðanna. Óskilvirkni sem tengist fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum er meiri en nokkur óskilvirkni hins opinbera í sögu mannkyns. Raunverulegt tap nemur billjónum dala í Bandaríkjunum einum þegar horft er til mögulegrar og raunverulegrar framleiðni hagkerfisins, allt út af markaðsbresti. Markaðir eru oft óskilvirkir og óstöðugir, en við þurfum að skilja af hverju og að því stefna þjóðir heims." Stiglitz telur að stýra þurfi mun betur flæði fjármagns í heiminum og leggur ríka áherslu á að munur sé á beinni erlendri fjárfestingu og innstreymi fjármagns. „Kína hefur til dæmis tekið fagnandi beinni erlendri fjárfestingu en hafnað skammtímafjármagni," segir hann og bendir á að vandamál landa geti orðið meiri fyrir tilkomu fjárfestingasjóða og tilkomu skammtímafjárfesta. „Ein birtingarmyndin er bólur á húsnæðismarkaði og neyslubólur," segir hann, en þar er nærtækt að líta til landa á borð við Spán og Ísland. „Mistökin liggja í bjartsýninni sem fylgir ástandinu. Vegna þess að efnahagslífinu gekk vel leið öllum vel og enginn vildi stöðva veisluna. Mikilvægur þáttur í þessu er að ríkisstjórnir leyfðu veislunni ekki bara að halda áfram heldur höfðu þær af henni skammtímagróða," segir Stiglitz og bendir á að stjórnmálamenn hafi getað hampað eigin fjármálastjórn á innistæðulitlum tekjuauka ríkisrekstrarins sem til var kominn vegna efnahagsbólu. „Þrátt fyrir tímabundinn hagnað kemur í ljós að kerfishalli var á ríkisrekstrinum. Og þegar hlutir færast í eðlilegt horf sést að enn þarf að fást við hallarekstur." Loftslagsmál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Efnahaglegu heilsufari heimsins verður ekki þannig lýst að það sé í góðu lagi," segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahagfræðingur. Í fyrirlestri sem hann hélt fyrir hóp blaðamanna sem boðið var á vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum um miðjan apríl fór Stiglitz yfir ástandið á helstu efnahagssvæðum, velti fyrir sér orsökum fjármálakreppunnar og til hvaða ráða þyrfti að taka til þess að sagan endurtæki sig ekki. „Óumdeilt er að staða ólíkra heimshluta er afar misjöfn. Nýmarkaðslönd standa frammi fyrir hættunni á ofhitnun hagkerfa sinna með tilheyrandi verðbólgu en flest standa sig afskaplega vel. Í Bandaríkjunum og Evrópu er ástandið ennþá mjög brothætt. Tölur um efnahagsbata eru þó aðeins betri í Bandaríkjunum en í Evrópu, en ég tel engu að síður að varast ætti að lesa of mikið í þær," segir Stiglitz og bendir á að í Bandaríkjunum sé staðan enn sú að nærri einn af hverjum sex sem leiti sér að fullri vinnu fái hana ekki og atvinnuleysi meðal einstakra hópa sé yfir tvöfalt meira en nemi meðalatvinnuleysi. Þá séu enn vandamál á bandarískum fasteignamarkaði vegna þess að eignaverð falli enn og það eigi líka við um sum önnur lönd svo sem Spán. „Mjög lítið hefur verið gert í endurskipulagningu skulda. Væntingar eru um að nálægt tveimur milljónum Bandaríkjamanna missi heimili sín á þessu ári og bætist þar með í hóp þeirra nálægt sjö milljóna sem þegar hafa misst heimili sín." Tæpur fjórðungur þeirra sem á annað borð skulda húsnæðislán í Bandaríkjunum skuldar umfram húsnæðiseign sína. „Ég held því ekki að nokkur gæti lýst þessu sem heilbrigðu efnahagslífi," segir Stiglitz. Vegna kreppunnar jókst hallarekstur og við hann fást nú lönd heimsins. Stiglitz bendir á að vegna sparnaðar í mörgum stórum löndum sé kippt úr sambandi einum helsta drifkrafti uppsafnaðrar eftirspurnar í heimshagkerfinu. Hann segir líklegt að aðhaldsaðgerðir í þessum löndum geti leitt til hægari vaxtar og niðursveiflna. „Merki um þetta sjást víða, svo sem í Grikklandi, Írlandi og Lettlandi þar sem samdráttur er þegar hafinn. Og nú bætist Bretland í hópinn." Stiglitz bendir á að lítil áhrif hafi þótt land á borð við Írland geri mistök sem kalli á aukið aðhald. „En þegar svo mörg lönd fara inn í sparnaðarástand gæti það haft áhrif á heimsvísu." Stiglitz telur þó að lönd í Asíu og á öðrum nýmarkaðssvæðum, þar sem vöxtur hefur verið mikil, svo sem í Kína, geti viðhaldið vexti sínum þrátt fyrir sparnað á heimsvísu. „Í þessum löndum hefur orðið til miðstétt sem getur viðhaldið vextinum, þótt það verði ekki auðvelt." Samspil neyslu og sparnaðarfsdSé horft á heildartölur um hagvöxt í heiminum segir Stiglitz þær alls ekki slæmar, en í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir að hann verði 4,4 prósent á þessu ári og því næsta. „En það er þessi blanda af mjög miklum vexti í Asíu og víðar og litlum vexti í Bandaríkjunum og víðar sem getur búið til vandamál," segir hann, en kveðst þó ekki vilja spá vandkvæðum, enda ekki hægt að spá fyrir um hegðun markaða. Hann segir þó að ekki kæmi á óvart þótt upp kæmu sambærileg vandamál og áður hafi sést. „Ójafnvægi á heimsvísu er dæmi um eitt af þessum stóru málum sem ólíklegt er til að verða leyst í nánustu framtíð. Um þetta hefur verið rætt í fjölda ára," segir Stiglitz en áréttar um leið að uppruna síðustu kreppu sé ekki að leita í ójafnvægi á milli landa. „En það veldur áhyggjum því þar gæti orðið að finna uppsprettu næstu kreppu. Þverrandi traust getur grafið undan gengi gjaldmiðla og miklar verðbreytingar geta haft raunveruleg áhrif á skuldastöðu og raunhagkerfið." Þá segir Stiglitz að gengisskráning kínverska júansins sé ekki í raun það sem skapi vandamál í Bandaríkjunum, en Bandaríkjamenn hafa þrýst á um styrkingu þess. „Raungengið skiptir máli, ekki nafngengið. Leiðrétting á sér stað, hvort heldur sem það er í gegnum verðlag eða nafngengi. En við þurfum líka að hafa í huga að fyrir kreppuna var heilmikil leiðrétting gerð á gengisskráningunni í Kína, allt upp í fimmtán prósent." Þá segir Stiglitz að fleira skipti máli. „Ég held að taka verði á þessum vanda hallareksturs með endurreisn hagvaxtar í heiminum. Með meiri vexti á leiðrétting gengisskráningar auðveldara með að eiga sér stað. En leiðrétting á gengisskráningu ýtir ein og sér ekki undir hagvöxt. Og rétt eins og aukinn hagvöxtur vinnur á hallarekstri þá draga sparnaðaraðgerðir úr vexti," segir hann. Á fundi G20-ríkjanna í Pittsburgh í Bandaríkjunum í byrjun síðasta mánaðar segir Stiglitz einnig hafa verið snert á vandamálum sem tengdust ójafnvægi í heiminum. „Stóra myndin sem þar var dregin upp var að Bandaríkin þyrftu að spara meira og Kína að auka neysluna. Í þessu sjónarmiði er nokkur sannleikur. Ég tel enn að ráðdeild sé dyggð og að heimurinn komist ekki af ef öll lönd taka upp lifnaðarhætti Bandaríkjanna. Að biðja önnur lönd um að taka upp neysluhætti í takt við Bandaríkin er uppskrift að hörmungum. Það þarf því að finna aðra lausn og ég tel að sú rétta liggi fyrir." Vandinn fyrir fjármálakreppuna 2008 segir Stiglitz að hafi verið að alþjóðlegir fjármálamarkaðir hafi ekki staðið sig í stykkinu. „Þeir áttu að taka sparnað og endurvinna og endurnýta þar sem mikinn þjóðfélagslegan ávinning er að finna. Hvar er það? Til dæmis í endurhönnun heimshagkerfisins til að takast á við hlýnun jarðar og í þróunarverkefnum í Afríku og í öðrum vanþróuðum ríkjum. Í þessum hlutum heimsins bráðvantar fjármagn. Þangað fóru peningarnir hins vegar ekki, heldur á staði sem ekki skiluðu þjóðfélagslegum ávinningi." aukin Misskipting er kreppuvaldurVerkefnið sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir er að mati Stiglitz að finna út úr því hvar koma megi fjármagni til nýtilegra starfa. „Ein hlið á þeim peningi er að búa til ferli sem dreifir áhættu um heiminn og aðstoðar við að deila áhættunni sem fylgir þessum verkefnum. Og í þessu endurspeglast líka annar veikleiki alþjóðlegra fjármálamarkaða. Þeir standa sig ekki vel í að eiga við áhættu. Þeir eru góðir í að búa til áhættu." Í fyrirlestri Stiglitz tók hann einnig upp þráð sem Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nefndi nýlega í ræðu. „Hann fjallaði þar um vandamál misskiptingar auðs. Ég held að sterk tengsl séu á milli aukinnar misskiptingar og þeirra vandkvæða sem heimurinn stendur frammi fyrir. Gleggst er birtingarmynd þessarar misskiptingar í Bandaríkjunum, þar sem um fjórðungur þeirra tekna sem aflað er rennur í dag til eins prósents þjóðarinnar. Og þetta eina prósent ræður yfir um fjörutíu prósentum auðsins." Tenging misskiptingarinnar yfir í efnahagslegar óstöðugleika segir Stiglitz að eigi sér margar hliðar. „Ein er að vöxturinn á toppnum er í raun á kostnað miðjunnar og botnsins. Tekjur þeirra í miðið eru í dag lægri en þær voru fyrir áratug." Leið Bandaríkjanna til að taka á þessari misskiptingu var að hvetja fólk til að haga neyslu sinni eins og að tekjur þess væru enn að aukast. „En á meðan tekjur lækka er ekki hægt að neyta eins og þær væru að hækka nema með því að auka skuldir sínar." Með lélegu eftirliti og lágum vöxtum segir Stiglitz svo að Seðlabanki Bandaríkjanna hafi búið til jarðveg bólu sem gert hafi fólki kleift að auka skuldir sínar. „En það er ekki lengur hægt. Og þegar tekjum er endurúthlutað frá þeim sem hefðu eytt þeim til þeirra sem gera það ekki er niðurstaðan veikt efnahagslíf," segir hann og vísar til þess að gerðar hafi verið margar rannsóknir, meðal annars hjá AGS, sem bendi til tengsla misskiptingar og veikleika í heimshagkerfinu. „Annað sem ég vildi nefna er að alþjóðavæðingin hefur leitt til samþættingar fjármálamarkaða. Sú samþætting hefur gert þá háðari hver öðrum og aukið mikilvægi þess að þjóðir heims starfi saman. En um leið gerir ólík staða þjóða æ erfiðara að ná samstöðu um aðgerðir," segir Stiglitz og bendir á að hluti heimsins hafi náð styrkum efnahagsbata meðan aðrir hafi dalað. „Munurinn sem þá verður til á hagsmunum og sjónarhornum gerir samkomulag um samstarf erfiðara á fjölda sviða. Ég held til dæmis að gott gæti verið að taka upp skatt á fjármagnsflutninga milli landa. En eitt land hefur sett sig verulega upp á móti þeirri leið. Ekki er samt lengur um það deilt að frjálst flæði fjármagns á milli landa getur haft í för með sér vandamál. Og í skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf út í apríl er bent á að gjaldeyrishöft geti verið til bóta." Stiglitz segir sjóðinn ekki hafa tekið jafndjúpt í árinni og hann hefði gert, en sýni engu að síður að viðhorf til slíkra hamla séu að þokast í rétta átt. „Rétt eins og að straumrofa þarf til þess að vandi á einum stað breiðist ekki út í straumrásum. Stór hluti rannsókna í rafmagnsverkfræði gengur út á að gera óstöðug kerfi stöðug með ýmsum ráðum." Hagfræðin segir Stiglitz hins vegar hafa gleymt að gera ráð fyrir hættunni á að vandamál breiddust út og að kreppur ættu sér stað. „Áhættunni var dreift um allan heim," segir hann og minnir á að á fyrstu dögum fjármálakreppunnar hafi Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, stigið fram og sagt fólki að hafa ekki áhyggjur, tök hefðu náðst á ástandinu. „Sem var augljóslega rangt." Kreppan var ekkert frávik„En alþjóðleg samþætting fjármálamarkaða felur í sér vandamál þegar kemur að stjórn peningamála í heiminum. Besta nálgunin til að átta sig á þessu er að smætta heiminn og hugsa um hann eins og eitt land. Ef við hefðum í þessu landi tvo aðskilda seðlabanka gæti annar viljað taka á verðbólgu meðan hinn vildi efla atvinnustigið. Sá síðarnefndi myndi þá dæla peningum út í hagkerfið en peningar eiga sér engin landamæri. Fyrirtækin starfa á landsvísu og eru ólíkleg til að fjárfesta á svæðinu þar sem samdráttar gætir." Í staðinn segir Stiglitz í dæminu að fyrirtækið myndi fara með peningana yfir á svæðið þar sem uppgangur ríkti og fjárfesta þar, einmitt þar sem hinn seðlabankinn væri að reyna að hafa hömlur á þenslunni með hækkun vaxta. „Þetta er kerfi sem gengur illa upp." Stiglitz segir peningainnstreymi í Bandaríkjunum núna því ekki virka sem skildi, að hluta til vegna þess að ekki hafi verið tekið til fullnustu á vandamálum fjármálakerfisins. „Stóru bönkunum hefur verið hjálpað, en smærri bankar sem þjónusta lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki fengið nauðsynlega fjármögnun. Peningarnir rata því ekki þangað þar sem þeirra er mest þörf." Heimurinn þarf að taka upp nýtt kerfi með varasjóð á heimsvísu, en forsmekkinn að slíku kerfi sé að finna í mynteiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem nefnist SDR. „Eftir kreppuna nýttu lönd heimsins sér þessi sérstöku dráttarréttindi á sjóði AGS þannig að aukningin nam 250 milljörðum dala." Stiglitz segir að ríkjandi viðhorf innan hagfræðinnar og við stjórn peningamála hafi að hluta átt þátt í að síðasta kreppa brast á. „Það eru hugmyndir eins og að bólur séu ekki til, að ekki sé hægt að spá fyrir um bólur, og allt of mikil áhersla á að halda niðri verðbólgu. Allar þessar hugmyndir hafa reynst rangar." Núna segir Stiglitz víðast hvar hafa hallast að annars konar hugmyndum, nema kannski hjá þeim sem fastheldnastir eru í gamla hugmyndafræði hagfræðinnar og stóðu að því að koma henni á. „Þeir halda því sumir fram að kreppan nú sé frávik sem eigi sér ekki stað nema á þúsund ára fresti. Staðreyndin er hins vegar að kreppur hafa ítrekað átt sér stað og áfallið er afurð kerfisins sem við höfðum byggt upp. Sú hugmynd var ríkjandi að markaðir væru alltaf skilvirkir, en ljóst er að það eru þeir ekki. Markaðir eru oft mjög óskilvirkir," segir Stiglitz og bendir á sem dæmi að núna eigi lönd heims aðgang að öllum sömu auðlindum og fyrir hrun. „Samt eru markaðirnir ekki að nýta þær. Þetta er sannkölluð brotalöm markaðanna. Óskilvirkni sem tengist fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum er meiri en nokkur óskilvirkni hins opinbera í sögu mannkyns. Raunverulegt tap nemur billjónum dala í Bandaríkjunum einum þegar horft er til mögulegrar og raunverulegrar framleiðni hagkerfisins, allt út af markaðsbresti. Markaðir eru oft óskilvirkir og óstöðugir, en við þurfum að skilja af hverju og að því stefna þjóðir heims." Stiglitz telur að stýra þurfi mun betur flæði fjármagns í heiminum og leggur ríka áherslu á að munur sé á beinni erlendri fjárfestingu og innstreymi fjármagns. „Kína hefur til dæmis tekið fagnandi beinni erlendri fjárfestingu en hafnað skammtímafjármagni," segir hann og bendir á að vandamál landa geti orðið meiri fyrir tilkomu fjárfestingasjóða og tilkomu skammtímafjárfesta. „Ein birtingarmyndin er bólur á húsnæðismarkaði og neyslubólur," segir hann, en þar er nærtækt að líta til landa á borð við Spán og Ísland. „Mistökin liggja í bjartsýninni sem fylgir ástandinu. Vegna þess að efnahagslífinu gekk vel leið öllum vel og enginn vildi stöðva veisluna. Mikilvægur þáttur í þessu er að ríkisstjórnir leyfðu veislunni ekki bara að halda áfram heldur höfðu þær af henni skammtímagróða," segir Stiglitz og bendir á að stjórnmálamenn hafi getað hampað eigin fjármálastjórn á innistæðulitlum tekjuauka ríkisrekstrarins sem til var kominn vegna efnahagsbólu. „Þrátt fyrir tímabundinn hagnað kemur í ljós að kerfishalli var á ríkisrekstrinum. Og þegar hlutir færast í eðlilegt horf sést að enn þarf að fást við hallarekstur."
Loftslagsmál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira