Menning

Á afskekktum stað

Á afskekktum stað eftir Arnþór Gunnarsson.
Á afskekktum stað eftir Arnþór Gunnarsson.
Á afskekktum stað nefnist nýútkomin bók. Hún er byggð á samtölum við sex Austur-Skaftfellinga, þau Álfheiði Magnúsdóttur og Gísla Arason sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörgu Zophoníasdóttur á Hala í Suðursveit, Þorvald Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgana Sigurð Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum.

Á baksíðu bókarinnar kemur fram að henni er ætlað að gefa lesandanum tilfinningu fyrir sögu og þróun mannlífs frá því á árunum milli stríða til dagsins í dag, því hvernig „nútíminn" barst inn á svæðið, hvaða viðtökur hann fékk og hverju hann breytti.

Arnþór Gunnarsson er höfundur bókarinnar. Hann er með BA-próf í sagnfræði og MS í ferðamálafræði. Svo vitnað sé í orð Helga Björnssonar jöklafræðings á bókarkápu hefur Arnþór nýtt sér vel mikla frásagnargáfu viðmælenda sinna og ritað bók sína prýðilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.