Viðskipti innlent

Óvissa eftir Icesave-kosningu

hvað gerir seðlabankinn? Tvær greiningardeildir segja svo mikla óvissu í efnahagslífinu eftir að Icesave-samningarnir voru felldir að tryggast sé að halda stýrivöxtum óbreyttum. Fréttablaðið/anton
hvað gerir seðlabankinn? Tvær greiningardeildir segja svo mikla óvissu í efnahagslífinu eftir að Icesave-samningarnir voru felldir að tryggast sé að halda stýrivöxtum óbreyttum. Fréttablaðið/anton
Seðlabankinn mun annað hvort lækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti eða halda þeim óbreyttum í 4,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun, að mati fjögurra greiningardeilda og fyrirtækja.

Hagfræðideild Landsbankans og ráðgjafarfyrirtækið IFS Greining telja bæði innistæðu fyrir lækkun stýrivaxta. Landsbankinn segir ástæðuna fyrir því þá að gengi krónunnar hafi haldist stöðugt og að undirliggjandi verðbólga sé lág. Þá bendi tölulegar upplýsingar Hagstofunnar til að hagvöxtur hafi enn ekki látið á sér kræla.

Spá IFS greiningar litast af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Icesave-kosningunum á dögunum. Fyrirtækið telur að sú ákvörðun meirihluta kjósenda að fella samninginn geti tafið fyrir losun gjaldeyrishafta og aukið líkurnar á stöðnun hagkerfisins.

Á móti telur IFS Greining að þetta kunni að verða síðasta vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans og vísar til þess að Evrópski seðlabankinn hafi í síðustu viku hækkað stýrivexti.

Greining Íslandsbanka og Arion banka telja hins vegar báðar líkur á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×